Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Klíníkin í Ármúla rekur nú legudeild fyrir sjúklinga. Aðgerðir þar kosta ríflega milljón krónur. vísir/ernir Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent