Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 19:00 Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar. Ekki sé til skoðunar að segja upp samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna líkt og landlæknir hefur kallað eftir, en hann verði þó endurskoðaður á næsta ári. Landlæknir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að sú túlkun velferðarráðuneytisins að ekki hefði verið þörf á leyfi ráðherra fyrir fimm daga legudeild Klíníkurinnar leiddi til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu væri að verulegu leyti stjórnlaus. Þannig geti fyrirtæki líkt og Klíníkin nú fjármagnað sinn rekstur með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Einkarekstur muni því halda áfram að aukast án neinna takmarkana á kostnað ríkisins.Agaleysi gagnvart einkarekstri Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, ítrekar fyrrgreinda túlkun ráðuneytisins og segir ljóst að starfsemi Klíníkurinnar falli undir samninginn. Hann segist ósammála landlækni um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé stjórnlaus. Hins vegar hafi ríkt ákveðið agaleysi í íslenska heilbrigðiskerfinu í garð einkarekstrar. „Og ég hef talað fyrir því að við vinnum að heildstæðri heilbrigðisstefnu og hluti af því er að ákveða hvernig við viljum hafa fyrirkomulagið á milli spítala, á milli stöðva sérfræðinga, uppbyggingu heilsugæslunnar og svo framvegis. Þetta hefur kannski verið á óþægilega mikilli sjálfstýringu síðustu áratugina,“ segir Óttarr.Ekki komin tímasetning á breytingar Með þessari heilbrigðisstefnu verði gerðar tilteknar breytingar á núverandi fyrirkomulagi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær ráðist verður í þær. „Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á hvernig þetta gengur fyrir sig, en það er allavega mikilvægt að þetta sé ekki gert í einhverju flýti,“ segir Óttarr. Að mati landlæknis leyfir samningur Sjúkratrygginga og sérfræðilækna of mikinn einkarekstur og við því verði að bregðast fljótt. Leið fram hjá þessu væri að segja samningnum upp og hætta inntöku lækna á hann. Óttarr segir slíkt hins vegar ekki til skoðunar. „Við höfum viljað skoða hvernig er starfað eftir samningnum eins og hann er. En það er hluti líka af endurskoðun á nýjum samningum sem að við þurfum að gera á næsta ári, hvernig reynslan hefur verið,“ segir Óttarr.Bagaleg þróun Landlæknir vísaði í fréttum okkar í gær til úttektar Ríkisendurskoðunar þar sem fram kemur að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. Óttarr segir þetta bagalega þróun. „Þetta ósamræmi á milli kerfanna er óþægilegt. Og við þurfum að vinna að því að það verði meira samræmi á milli þessara mismunandi aðila, þessara mismunandi veitenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi,“ segir Óttarr.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira