Patrekur: Kitlar í puttana að komast aftur út á gólf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 10:00 Patrekur á hliðarlínunni með Austurríki. vísir/getty Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04