Erlent

Baráttan komin á fullan skrið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Nordicphotos/AFP
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins á Bretlandi, heitir því að hann muni taka í gegn ósanngjarnt kerfi og færa valdið og auðinn aftur til fólksins verði hann forsætisráðherra landsins.

Kosningabaráttan er komin á fullan skrið eftir að breska þingið samþykkti að efna til kosninga í júni.

Verkamannaflokkurinn mælist með um 25 prósenta fylgi. Það yrði versta kosning flokksins í 99 ár.

Þá sagði Corbyn flokkinn ekki mundu beita sér fyrir annarri þjóðar­atkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu. Slíkt var samþykkt gegn vilja flokksins.

John McDonnell, fjármálaráðherraefni flokksins, neitaði hins vegar að útiloka aðra atkvæðagreiðslu.


Tengdar fréttir

Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983

Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB.

Stefnir í afhroð Verkamannaflokksins

Breska þingið samþykkti í gær kosningar í júní. Fylgi Verkamannaflokksins bendir til verstu kosninga hans í 99 ár. Útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn tryggi sér öruggan meirihluta. Theresa May hafnar kappræðum.

Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun.

Mikill meirihluti vill sjónvarpskappræður

Ný skoðanakönnun fréttaveitunnar Sky bendir til þess að mikill meirihluti Breta vilja að fram fari sjónvarpskappræður milli forystumanna allra flokka fyrir komandi þingkosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×