ASÍ segir fjármálaáætlun ríkisstjórnar alvarlega aðför að velferðarkerfinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 14:44 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er alvarleg aðför að velferðarkerfinu. Þetta segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. Ríkisstjórnin kynnti í lok mars fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Í ályktun miðstjórnar ASÍ frá því í gær er þessi áætlun harðlega gagnrýnd og hún sögð aðför að velferðakerfinu. Meðal annars þau áform að skerða réttindi atvinnuleitenda og stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 24. Þetta er sagt alvarleg aðför að grundvallarréttindum launafólks. Þá kemur fram að þrátt fyrir ítrekuð loforð um aukin framlög til heilbrigðisþjónustunnar sé rekstur hennar áfram vanfjármagnaður. Varðandi áform um fjölgun hjúkrunarrýma kemur fram að sú fjölgun nemi einungis rúmlega helmingnum af áætlaðri viðbótarþörf fyrir ný hjúkrunarrými til ársins 2020. Miðstjórn ASÍ fagnar í ályktuninni áformaðri hækkun ríkisstjórnarinnar á hámarksgreiðslum til foreldra úr Fæðingarorlofssjóði í 600 þúsund krónur á mánuði, en telur jafnframt nauðsynlegt að tekjur upp að 300 þúsund krónum skerðist ekki og að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Þá vill stjórnin auka stofnframlög til byggingar hagkvæmra leiguíbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í eitt þúsund á ári næstu ári, til að bregðast við slæmu ástandi á húsnæðismarkaði.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51 Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00 Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Fjármálaráðherra segist feta einstigi milli aðhalds og eðlilegrar útgjaldaaukningar Stjórnarandstaðan segir aukna velsæld, jöfnuður og brýna uppbyggingu innviða samfélagsins ekki í forgangi í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem mælt var fyrir í dag. 5. apríl 2017 19:51
Taka hluta af ávinningnum frá skólunum Samkvæmt fjármálaáætlun munu stjórnvöld ekki standa við fyrirheit um að framhaldsskólarnir haldi að fullu fjárhagslegum ávinningi af styttingu framhaldsskólans. Skólameistarar Borgarholtsskóla og MA lýsa vonbrigðum yfir niðurstöðunni. 10. apríl 2017 06:00
Fjárhagsáætlun sveltir Háskóla Íslands Stjórn Félags háskólakennara lýsir yfir miklum vonbrigðum með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tímabilið 2018–2022 þar sem hún viðheldur undirfjármögnun háskólastigsins. 13. apríl 2017 07:00