Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:52 Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ. Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.
Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftlagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56