Advocaat og Gullit taka við hollenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 10:00 Dick Advocaat og Jose Mourinho. Vísir/Getty Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira