Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 19:57 Forseti Frakklands, Francois Hollande. Vísir/AFP Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. BBC greinir frá.Í samtali við Agance France-Presse sagðist Hollande þekkja hætturnar við árásir af þessu tagi vegna þess að þær hafi „komið fyrir annars staðar.“ Níu gígabætum af gögnum tengdum Macron, sem innihalda bæði ósvikin og fölsuð skjöl, var lekið á netið í gær. „Við vissum að þessi áhætta væri til staðar á meðan á kosningaherferðinni stóð vegna þess að þetta hefur komið fyrir annars staðar. Við munum bregðast við öllu,“ sagði Hollande. Hann vildi þó ekki tjá sig um fullyrðingar Macron þess efnis að lekinn sé til þess gerður að villa um fyrir kjósendum. Ekki fengust nánari útskýringar á yfirlýsingu Hollande. Herbúðir Macron hafa áður orðið fyrir tölvuárásum af hendi hópa sem taldir eru vera frá Rússlandi og Úkraínu.Ekki leyfilegt að dreifa gögnunum Fréttamaður BBC í París, Hugh Schofield, sagði að gagnalekinn kæmi líklega ekki til með að hafa áhrif á gengi Macron í kosningunum. Samkvæmt frönskum lögum er bannað að fjalla um nokkuð sem tengist forsetakosningunum eftir að baráttunni lauk formlega á miðnætti á föstudag. Bannið gildir þangað til kjörstaðir loka klukkan átta að kvöldi sunnudags. Þó má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því ekki tilviljunum háð. Þá er um leið erfitt fyrir Macron að bregðast við lekanum en samkvæmt könnunum mun hann þó líklega standa uppi sem sigurvegari kosninganna á morgun. Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. BBC greinir frá.Í samtali við Agance France-Presse sagðist Hollande þekkja hætturnar við árásir af þessu tagi vegna þess að þær hafi „komið fyrir annars staðar.“ Níu gígabætum af gögnum tengdum Macron, sem innihalda bæði ósvikin og fölsuð skjöl, var lekið á netið í gær. „Við vissum að þessi áhætta væri til staðar á meðan á kosningaherferðinni stóð vegna þess að þetta hefur komið fyrir annars staðar. Við munum bregðast við öllu,“ sagði Hollande. Hann vildi þó ekki tjá sig um fullyrðingar Macron þess efnis að lekinn sé til þess gerður að villa um fyrir kjósendum. Ekki fengust nánari útskýringar á yfirlýsingu Hollande. Herbúðir Macron hafa áður orðið fyrir tölvuárásum af hendi hópa sem taldir eru vera frá Rússlandi og Úkraínu.Ekki leyfilegt að dreifa gögnunum Fréttamaður BBC í París, Hugh Schofield, sagði að gagnalekinn kæmi líklega ekki til með að hafa áhrif á gengi Macron í kosningunum. Samkvæmt frönskum lögum er bannað að fjalla um nokkuð sem tengist forsetakosningunum eftir að baráttunni lauk formlega á miðnætti á föstudag. Bannið gildir þangað til kjörstaðir loka klukkan átta að kvöldi sunnudags. Þó má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því ekki tilviljunum háð. Þá er um leið erfitt fyrir Macron að bregðast við lekanum en samkvæmt könnunum mun hann þó líklega standa uppi sem sigurvegari kosninganna á morgun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22
Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45
Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52