Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 09:52 Frakkar munu kjósa milli Emmanuel Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Vísir/afp Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar. Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar.
Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22
Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45
Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37
Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00