Jón Arnór og Thelma Dís bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2017 13:00 Jón Arnór Stefánsson, 34 ára, og Thelma Dís Ágústsdóttir, 18 ára, eru bestu leikmenn Domino´s-deildanna. vísir/anton brink/ernir Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í Domino´s-deild karla í körfubolta og Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Keflavíkur í Domino´s-deild kvenna kvenna, voru kjörnir bestu leikmenn tímabilsins en körfuboltaveturinn var gerður upp í Ægisgarði úti á Granda í hádeginu í dag. Jón Arnór leiddi KR-liðið til fjórða Íslandsmeistaratitilsins í röð en þetta er sá þriðji sem hann vinnur á ferlinum. Jón Arnór var einnig valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir einvígið á móti Grindavík í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Jón Arnór er eini KR-ingurinn í úrvalsliðinu en það skipa einnig Matthías Orri Sigurðarson úr ÍR, Logi Gunnarsson úr Njarðvík, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Hlynur Bæringsson úr Stjörnunni. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, sem kom öllum á óvart með því að koma Grindavíkurliðinu í oddaleik um Íslandsmeistaratitiilinn, var kjörinn þjálfari ársins en það eru þjálfarar deildarinnar sem velja það. Önnur verðlaun eru kosin af leikmönnum og sérstakri dómnefnd. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson úr KR var kjörinn besti ungi leikmaðurinn, Hlynur Bæringsson var varnarmaður ársins, Tryggvi Snær Hlinason úr Þór var prúðasti leikmaðurinn og Amin Stevens, leikmaður Keflavíkur, var besti erlendi leikmaðurinn í vetur.Jóhann Þór Ólafsson, Grindavík, og Sverrir Þór Sverrrisson, Keflavík, eru bestu þjálfarar vetrarins.vísir/anton brink/eyþórThelma Dís Ágústsdóttir, sem var nú var kjörin besti leikmaður Domino´s-deildarinar kvenna, var besti ungi leikmaðurinn á síðustu leiktíð. Thelma var frábær í vetur en hún bætti sinn leik mikið í úrslitakeppninni og fór fyrir Keflavíkurliðinu sem stóð uppi sem Íslandsmeistari. Hún er önnur af tveimur stúlkum úr Keflavíkurliðinu sem eru í úrvalsliði vetrarins en í því eru einnig Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, Berglind Gunnarsdóttir, Snæfelli, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Skallagrími og Ragna Margrét Brynjarsdóttir úr Stjörnunni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistaranna, var kjörinn besti þjálfari deildarinnar, en leikmenn hans sópuðu svo sannarlega að sér verðlaunum. Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík var kjörin besti ungi leikmaður deildarinnar en hún er aðeins sextán ára gömul. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var besti varnarmaðurinn og Ariana Moorer besti erlendi leikmaður vetrarins í kvennaboltanum. Salbjörg Ragna var einnig kjörin prúðasti leikmaðurinn en það eru dómarar deildarinnar sem kjósa til um þann heiður. Dómari ársins var svo á endanum kjörinn Sigmundur Már Herbertsson. Róbert Sigurðsson úr Fjölni var kjörinn besti leikmaður ársins í 1. deild karla og Sóllilja Bjarnadóttir besti leikmaður 1. deildar kvenna en öll verðlaun vetrarins má finna hér að neðan.Domino´s deild karla 2016-17:Úrvalslið Matthías Orri Sigurðarson ÍR Logi Gunnarsson Njarðvík Jón Arnór Stefánsson KR Ólafur Ólafsson Grindavík Hlynur Bæringsson StjarnanLeikmaður ársins Jón Arnór Stefánsson KRÞjálfari ársins Jóhann Þór Ólafsson GrindavíkBesti ungi leikmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KRVarnarmaður ársins Hlynur Bæringsson StjarnanBesti erlendi leikmaður ársins Amir Stevens KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Tryggvi Hlinason Þór Ak.1. deild karla 2016-17:Úrvalslið Róbert Sigurðsson Fjölnir Austin Bracey Valur Ragnar Gerald Albertsson Höttur Örn Sigurðarson Hamar Mirko Virijevic HötturLeikmaður ársins Róbert Sigurðsson FjölnirÞjálfari ársins Viðar Hafsteinsson HötturBesti ungi leikmaðurinn Hilmar Pétursson HamarDomino´s deild kvenna 2016-17:Úrvalslið Berglind Gunnarsdóttir Snæfell Emelía Ósk Gunnarsdóttir Keflavík Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur Ragna Margrét Brynjarsdóttir StjarnanLeikmaður ársins Thelma Dís Ágústsdóttir KeflavíkÞjálfari ársins Sverrir Þór Sverrisson KeflavíkBesti ungi leikmaðurinn Birna Benónýsdóttir KeflavíkVarnarmaður ársins Salbjörg Sævarsdóttir KeflavíkBesti erlendi leikmaður ársins Ariana Moorer KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn Salbjörg Sævarsdóttir Keflavík1. deild kvenna: Úrvalslið Sóllilja Bjarnadóttir Breiðablik Telma Lind Ásgeirsdóttir Breiðablik Unnur Lára Ásgeirsdóttir Þór Ak. Rut Herner Konráðsdóttir Þór Ak. Isabella Ósk Sigurðardóttir BreiðablikLeikmaður ársins Sóllilja Bjarnadóttir BreiðablikÞjálfari ársins Hildur Sigurðardóttir BreiðablikBesti ungi leikmaðurinn Ásta Júlía Grímsdóttir KRDómari ársins 2016-17 Sigmundur Már Herbertsson
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira