Helgi Pé og frú flutt til Danmerkur Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 08:16 Helgi Pétursson segir það ekki svo að hann sé að flýja land vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart kröppum kjörum eldri borgara. Það standi einfaldlega til að hafa gaman. visir/anton „Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
„Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira