Utanríkisráðherra ýfir Evrópufjaðrir Viðreisnar Sveinn Arnarsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson vísir/vilhelm Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. Skýrsla ráðherra var til umfjöllunar í þinginu í gær. Í henni kemur fram að mikilvægast sé að tryggja viðskipti Íslendinga og Breta eftir brotthvarf þeirra síðarnefndu úr ESB. „Nú, þegar umræðan hér á landi um viðskiptastefnuna er að mestu laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu, er full þörf á að styrkja starf okkar innan EFTA og EES,“ segir í skýrslunni.Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar.Þessi orðanotkun fór illa í þingmenn Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson sagði það fráleitt að smætta svo stórt pólitískt mál að ESB-sinnar hafi á einhvern hátt verið í fjötrum. „Ég held að þetta orðalag hans valdi því ekki að ég lýsi yfir vantrausti á ráðherra. Ætli hann hafi nú ekki skrifað þetta af einhverjum strákskap,“ segir Jón Steindór. Formaður utanríkismálanefndar þingsins, Jóna Sólveig Elínardóttir, var ein þeirra sem gagnrýndu ráðherrann. Sagði hún það mikilvægt að styrkja samskipti Íslands og ESB. „Við erum ósammála um Evrópusambandið og það hefur svo sem legið fyrir frá upphafi að Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn séu ekki sammála um þá hluti. Við munum halda áfram að ræða það hvernig við getum bætt getu okkar í því að hafa áhrif á löggjöf innan ESB og koma fyrr að málum,“ segir Jóna Sólveig. Alþingi ESB-málið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira
Til snarpra orðaskipta kom á milli þingmanna Viðreisnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra í gær í umræðum um skýrslu ráðherrans. Þingmenn Viðreisnar vilja ganga í ESB og tryggja aðkomu Íslands að Evrópuþinginu. Skýrsla ráðherra var til umfjöllunar í þinginu í gær. Í henni kemur fram að mikilvægast sé að tryggja viðskipti Íslendinga og Breta eftir brotthvarf þeirra síðarnefndu úr ESB. „Nú, þegar umræðan hér á landi um viðskiptastefnuna er að mestu laus úr viðjum kröfunnar um aðild að Evrópusambandinu, er full þörf á að styrkja starf okkar innan EFTA og EES,“ segir í skýrslunni.Jóna Sólveig Elínardóttir, formaður utanríkismálanefndar.Þessi orðanotkun fór illa í þingmenn Viðreisnar. Jón Steindór Valdimarsson sagði það fráleitt að smætta svo stórt pólitískt mál að ESB-sinnar hafi á einhvern hátt verið í fjötrum. „Ég held að þetta orðalag hans valdi því ekki að ég lýsi yfir vantrausti á ráðherra. Ætli hann hafi nú ekki skrifað þetta af einhverjum strákskap,“ segir Jón Steindór. Formaður utanríkismálanefndar þingsins, Jóna Sólveig Elínardóttir, var ein þeirra sem gagnrýndu ráðherrann. Sagði hún það mikilvægt að styrkja samskipti Íslands og ESB. „Við erum ósammála um Evrópusambandið og það hefur svo sem legið fyrir frá upphafi að Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn séu ekki sammála um þá hluti. Við munum halda áfram að ræða það hvernig við getum bætt getu okkar í því að hafa áhrif á löggjöf innan ESB og koma fyrr að málum,“ segir Jóna Sólveig.
Alþingi ESB-málið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Sjá meira