Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United unnu góðan sigur á Rosengård, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna og lék allan leikinn.
Eftir leikinn fögnuðu Glódís og stöllur hennar sigrinum með léttum danssporum í búningsklefanum eins og sjá má í myndbandi sem birt var á Facebook-síðu félagsins.
Myndbandið má sjá með því að smella hér.
Eskilstuna hefur farið vel af stað á tímabilinu og er í 3. sæti sænsku deildarinnar með sjö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar.
