Innlent

Sólin mun leika við Íslendinga á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Ansi huggulega spáin fyrir morgundaginn.
Ansi huggulega spáin fyrir morgundaginn. Veðurstofa Íslands
Mikill hiti hefur verið á Norður- og Austurlandi í dag. Í Ásbyrgi fór hitinn hæst í 22,8 gráður og í 22,7 gráður á Húsavík. Hiti fór í 20 gráður eða meira á nokkrum stöðum til viðbótar á þessu svæði, þar á meðal yfir 20 gráður á Akureyri.

Á morgun verður hins vegar ekki eins hlýtt á þessum stöðum sökum þess að það mun draga úr sunnan áttinni sem færir hlýja loftið inn á Norður- og Austurlandið.

Hins vegar verður hlýrra á Vesturlandi og Suðvesturlandi þar sem vindur verður hægari. Það þýðir að þokuloft á ekki að ná til þessara staða en gæti gert það á Suðurlandi sem er opnara fyrir suðaustanáttinni.

Miðað við veðurspá Veðurstofu Íslands ættu landsmenn allavega að hafa sólarvörnina í huga fyrir morgundaginn. 

Einnig er spáð ágætis veðri á helginni, þó svo að það verði ekki eins hlýtt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Hægur vindur, víða léttskýjað og hiti 13 til 20 stig, hlýjast inn til landsins, en sums staðar mun svalara í þokulofti við sjávarsíðuna.

Á laugardag og sunnudag:

Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Léttskýjað inn til landsins en allvíða þokuloft við ströndina. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.

Á mánudag og þriðjudag:

Útlit fyrir vestlæga átt með skýjuðu og þurru veðri, en hægt kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×