Tvo sólarhringa á leiðinni heim en WOW segist ekki bótaskylt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2017 11:15 Wamos breiðþotan sem WOW Air leigði tekur um 500 manns í sæti. Wiki Commons WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað. WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
WOW Air telur sig ekki vera bótaskylt gagnvart farþegum flugs WW132 frá Miami, þann 20. apríl síðastliðinn, þegar farangurkerrur fuku á breiðþotu WOW þannig að hún varð óflugfær. Brá flugfélagið því á það ráð að sameina farþegalista tveggja flugferða og leigja stærri þotu til að rúma sem flesta farþega. Eftir um tveggja klukkustunda óvissuástand, eins og einn farþeganna lýsti því, tókst WOW að ferja rúmlega 500 farþega aftur til Íslands með breiðþotunni.Sjá einnig: Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í MiamiTuttugu farþegar sem voru komnir á flugvöllinn komust ekki fyrir í flugvélinni og var gert að fljúga með WOW í gegnum New York og Minneapolis til landsins. Ferðalagið tók þá um 2 sólarhringa. WOW sendi farþegum tölvupóst í gærkvöldi þar sem flugfélagið gerði grein fyrir sinni sýn á málið og bendir á að farangurkerrurnar sem skemmdu þotuna hafi ekki verið á þeirra vegum. Starfsmenn WOW hafi því ekki haft umsjón með kerrunum og gátu þannig ekki, að sögn flugfélagsins, komið í veg fyrir tjónið sem varð á hreyfli vélarinnar við áreksturinn. „Kerrurnar klesstu á flugvélina vegna þess að þær voru skyldar eftir eftirlitslausar á flugvellinum. Ekki var staðið nógu vel að frágangi þeirra með hliðsjón af þeim öryggiskröfum sem almennt eru gerðar til starfsmanna á þessu sviði,“ segir í tölvupóstinum.Sjá einnig: „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“Að mati WOW air er þetta atvik sem að flugrekendur megi ekki búast við og geti heldur ekki komið í veg fyrir. „Er því um óviðráðanlegar aðstæður að ræða í skilningi 3. mgr. 5. gr. reglugerðar EB nr. 261/2004 sem leysir WOW air undan bótaskyldu,“ eins og það er orðað í póstinum. Vísir ræddi við einn þeirra 20 farþega sem flaug í gegnum Minneapolis með WOW, heimferð sem tók um 2 sólarhringa sem fyrr segir. Hann segir að í þeirra hópi séu allir „ansi reiðir“ vegna þessara málalykta og að þeir hyggist fara með málið lengra. Samgöngustofa hafði ekki tök á því að tjá sig um þetta tiltekna mál við Vísi þegar eftir því var leitað.
WOW Air Tengdar fréttir Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45 „Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51 Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Óvissuástand hjá farþegum WOW Air í Miami Arnar Sveinn Geirsson segist hafa skilning á þeim erfiðleikum sem óhappið á mánudag hafi sett WOW í. Upplýsingagjöf til farþega ytra sé hins vegar fyrir neðan allar hellur. 20. apríl 2017 20:45
„Þeir sem voru með frekju og læti fengu að fara heim“ Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og fjölskylda voru á meðal þeirra tuttugu sem eftir urðu á Miami í gærkvöldi. Upplýsingafulltrúi WOW Air segir síðustu farþegana fljúga heim frá Boston í kvöld. 21. apríl 2017 10:51
Þota WOW skemmdist og farþegar festust á Miami "Við lentum í því óhappi að farangursvagn frá öðrum þjónustuaðila í Leifsstöð fauk á vél frá okkur og hún var óflughæf á eftir,“ segir Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, um ástæðu þess að ferð flugfélagsins til Miami í Bandaríkjunum á mánudag, og heim daginn eftir féllu niður. 20. apríl 2017 07:00