Hækkunin nemur 56 milljörðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Óljóst er hvort launahækkanirnar komi til með að hafa áhrif á verðlag. vísir/vilhelm Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira