Bjarni segir gamaldags að fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu greiði ekki arð Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 19:45 Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Forsætisráðherra sér enga ástæðu til að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Það sé gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið að greiða út arð. Skoðanir forsætisráðherra á arðgreiðslum í heilbrigðiskerfinu hafa valdið nokkrum pólitískum titringi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna spurði ráðherrann út í þessi mál á Alþingi í dag og var langt í frá ánægð með svörin. Katrín sagði stórt skref til einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu hafa verið stigið á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að fela einkaaðilum að reka nýjar heilsugæslustöðvar. Það hafi verið gert án lýðræðislegrar umræðu á Alþingi og þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji að hið opinbera sjái um heilbrigðisþjónustuna. „Þáverandi heilbrigðisráðherra áttaði sig hins vegar á því að það væri ekki vilji til þess í samfélaginu að veikindi væru höfð að féþúfu. Þess vegna lýsti hann því yfir að þessar nýju einkareknu heilsugæslustöðvar hefðu ekki heimild til að greiða arð til eigenda sinna,“ sagði Katrín. Hins vegar hafi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýst því yfir á Sprengisandi um helgina að fullkomlega eðlilegt væri að greiða út arð í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. „Sem er auðvitað hans svar við risastórri siðferðilegri og pólitískri spurningu um hvort það sé eðlilegt að einkaaðilar hagnist á sjúkdómum fólks. Mitt svar við því er algerlega skýrt. Það er hvorki rétt né skynsamleg nýting á almannafé að skattféi eða sjúklingagjöldum sé varið til að greiða fólki arð,“ sagði Katrín. Spurði formaður Vinstri grænna hvort þetta væri í samræmi við stefnu núverandi ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði fjölmörg dæmi um samninga ríkisins við sérfræðilækna , eins og samning þar síðustu ríkisstjórnar vegna tannlækninga barna. „Sem var ágætis samningur. En tannlækningar á Íslandi eru almennt reknar af einkaaðilum. Við erum jú ekki að reka tannlæknastofu ríkisins svo mér sé kunnugt um. En í þeim samningi gerði þáverandi ríkisstjórn engan áskilnað um að menn greiddu sér ekki út neinn arð,“ sagði Bjarni. Þetta ætti við á mörgum sviðum þar sem ríkið hefði ákveðið að standa undir fjármögnun einkaaðila á opinberri þjónustu og skilyrði sköpuðust til afgangs í rekstri. „Ég sé ekki ástæðu til að gera athugasemd við það að ef menn skila afgangi í sínum rekstri, sama með hvaða hætti það er gert, sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu að þeir greiði sér út arð,“ sagði forsætisráðherra. Þetta kynni að vera hausverkur fyrir suma á tilteknum sviðum sem vildu þá koma í veg fyrir að einkaaðilar störfuðu á sumum sviðum eða meina þeim að greiða arð. „Og ég held að það sé bara gamaldags aðferð sem horfist ekki í augu við eðlilegt rekstrarumhverfi. Og það sé sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt. Að ef menn skila einhverjum afgangi þá geti þeir greitt sér út arð,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira