Innlent

Veðurspáin vorleg í meira lagi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Veðurspáin fyrir næstu daga er vorleg í meira lagi með hægum vindum, sólskini og hita að tuttugu stigum á norður- og austurlandi.
Veðurspáin fyrir næstu daga er vorleg í meira lagi með hægum vindum, sólskini og hita að tuttugu stigum á norður- og austurlandi. Skjáskot/Veðurstofa
Veðurspáin fyrir næstu daga er vorleg í meira lagi með hægum vindum, sólskini og hita að tuttugu stigum á norður- og austurlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í dag gengur þó á með austanhvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestanlands, en dregur úr vindi og vætu þegar líður á daginn.

Mun hægara og þurrt að kalla á norður- og austurlandi. Hitatölur verða með skárra móti og ekki útilokað að sautján stig sjáist á stöku hitamæli fyrir norðan.

Veðurfræðingur minnir á að í langþráðri vorblíðunni aukast þó líkur á þokulofti við sjávarsíðunar, sem halda mun hita undir tíu stigum þar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Suðaustan 8-13 m/s og skýjað S- og V-lands, en lægir og léttir heldur til seinni partinn. Hiti 10 til 16 stig. Hæg suðlæg átt og léttskýjað á Norður- og Austurlandi og hiti að 20 stigum á þeim slóðum.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Hægir vindar, víða léttskýjað og hiti 13 til 20 stig, hlýjst inn til landsins, en sums staðar mun svalara í þokulofti við sjávarsíðuna.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðvestanátt og skýjað við V-ströndina, en annars yfirleitt léttskýjað. Áfram fremur hlýtt, einkum fyrir austan.

Á mánudag:

Snýst líklega í norðanátt og kólnar ört fyrir norðan, súld eða jafn vel slydda þar, en léttskýjað og milt syðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×