Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Pétur Fjeldsted skrifar 1. maí 2017 07:00 „Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihluta stuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar,“segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd/Pétur Fjeldsted „Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
„Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira