Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2017 21:40 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér. Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér.
Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00
Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12
Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26
Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29