Fimm atriði í málsvörn Ólafs sem stangast á við skýrsluna og önnur gögn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2017 16:24 Ólafur Ólafsson, Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, og Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar. vísir Það kennir ýmissa grasa í málsvörn Ólafs Ólafssonar vegna sölu Búnaðarbankans en hann birti tæplega klukkutíma langt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem hann les upp tæplega 6000 orða greinargerð sína vegna málsins. Ólafur kemur fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara ásökunum sem settar eru fram á hendur honum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser sem kom út í mars síðastliðnum. Niðurstaða nefndarinnar var meðal annars sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekktir þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur á sínum tíma þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlut í Búnaðarbankanum heldur aðeins leppur fyrir aðra. Eins og gefur að skilja stangast málflutningur Ólafs nú í veigamiklum atriðum á við niðurstöður rannsóknarnefndarinnar. Hér neðar eru tekin saman nokkur atriði úr greinargerð Ólafs og þau borin saman við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og önnur gögn í málinu.Þátttaka erlendrar fjármálastofnunar grundvallarforsenda eða ekki Ólafur túlkar svar Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar, á fundi nefndarinnar þann 28. ágúst 2002 varðandi það hvort það hefði áhrif að erlend fjármálastofnun kæmi að kaupunum á Búnaðarbankanum á þveröfugan hátt við rannsóknarnefndina. Eftirfarandi er úr fundargerð einkavæðingarnefndar en Ólafur Ólafsson sat fundinn ásamt öðrum fulltrúum S-hópsins: „Upplýst um að tveir erlendir bankar hefðu sýnt áhuga á að koma að málinu sem ráðgjafar eða fjárfestar. Spurt hvort það breyti stöðu hópsins ef breytingar verða á skipan hópsins með þeim hætti. Spurt hvort það breyti stöðu hópsins ef breytingar verða á skipan hópsins með þeim hætti. ÓD sagði svo ekki vera. Frekar væri gefinn plús fyrir erlenda peninga, eins og það var orðað.“ Ólafur túlkar þetta svar sem svo að það hafi ekki verið grundvallarforsenda fyrir kaupum S-hópsins á hlut í Búnaðarbankanum að þar kæmi að erlend fjármálastofnun. Þetta stangast á við niðurstöður rannsóknarnefndarinnar sem telur að það hafi verið grundvallarforsenda að erlend fjármálastofnun. Í skýrslu nefndarinnar er ekki aðeins vísað í fundargerð einkavæðingarnefndar heldur jafnframt í svar Ólafs Davíðssonar til Eiríks S. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Kaldbaks, sem einnig vildi kaupa Búnaðarbankann. Óskaði Eiríkur eftir nánari skýringum á því hvers vegna S-hópurinn var tekinn fram yfir Kaldbak og fékk það svar að á meðal þeirra aðalatriða sem hefðu skilið á milli væri að fyrrnefndi hópurinn heði haft „virt erlent fjármálafyrirtæki sem fjárfesti“ í sínum hópi.Ólafur Ólafsson fjárfestir fyrir fund sinn með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í dag.vísir/eyþórRaunveruleg aðkoma Hauck & Aufhäuser Í greinargerð sinni segir Ólafur að það sem raunverulega skipti máli var að Hauck & Aufhäuser var hluthafi í Eglu hf. og að hann skráði sig fyrir og greiddi inn allt sitt hlutafé. Hann hafi skipað menn í stjórn og tekið þátt í ákvarðanatökum og störfum Eglu og því hafi ekkert verið til málamynda því samkvæmt hlutafélagalögum hafi bankinn verið hluthafinn og enginn annar. Ekki er í raun deilt um að þýski bankinn hafi átt hlut í Eglu en það sem ekki kom þó fram var tilvist baksamninga sem gerðir voru í tengslum við aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum í Búnaðarbankanum. Með þeim var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti sína í bankanum en viðskipti sem síðar voru gerð á grundvelli samninganna gerðu það að verkum að aflandsfélagið Welling & Partners fékk í sinn hlut hlut rúmlega 100 milljónir Bandaríkjadala sem voru lagðar inn á reikning félagsins hjá Hauck & Aufhäuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir viðskiptin með eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum, voru 57,5 milljónir dala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited sem stofnað var af lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama en skráð á Tortóla. Raunverulegur eigandi Marine Choice Limited var Ólafur Ólafsson.Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Ólafur við undirritun samnings um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins.vísir/vilhelmHvað vissi Ólafur um baksamningana? Ólafur segir ofangreinda baksamninga hafa verið á milli Kaupþings og Hauck & Aufhäuser og því íslenska ríkinu óviðkomandi. „Samningar sem þeir gerðu voru alfarið á þeirra ábyrgð og ég hafði hvorki lesið þá né séð, fyrr en núna, í rannsóknarskýrslunni. Ég vissi hins vegar að þeir höfðu gert með sér samninga og hvert var megin inntak þeirra samninga. Hafi eitthvað verið í þessum samningum, sem ég fæ reyndar ekki séð, sem þeir áttu að upplýsa um, þá var það alfarið á þeirra ábyrgð.“ Ólafur segist nú hafa vitað um þessa samninga og þekkt megininntak þeirra. Hann hafi hins vegar hvorki lesið þá né séð þá. Í framburði fyrir dómi kvaðst Ólafur hins vegar „ekki muna hvort einhverjar ráðstafanir hefðu verið gerðar, til dæmis með samningum, til að draga úr eða girða fyrir fjárhagslega áhættu Hauck & Aufhäuser af viðskiptunum.“ Þá sagði hann jafnframt aðspurður „um fullyrðingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Búnaðarbankans, í skýrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009, að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila og að það hafi verið gerður einhvers konar framvirkur samningur um viðskipti bankans, sagði Ólafur að honum vitanlega ætti það ekki við rök að styðjast og að hann myndi „ekki eftir neinu svona.““ Þá eru á meðal gagna rannsóknarnefndarinnar eru afrit af tölvupóstsamskiptum sem áttu sér stað á tímabilinu 10. til 16. janúar 2003 þar sem drög að baksamningunum og skjölum sem tengdust þeim beint og óbeint voru ítrekað send á milli þriggja manna. Einn þeirra var Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri hjá Samskipum hf. og fulltrúi Ólafs Ólafssonar í söluferli Búnaðarbankans.Hæstiréttur dæmdi Ólaf til að gefa skýrslu vegna málsins. Vísir/GVADæmdur til að gefa skýrslu Í greinargerð sinni fer Ólafur í stuttu máli yfir samskipti sína við rannsóknarnefndina. Þar segir hann að það sé ekki satt að hann hafi neitað að koma fyrir nefndina. Þvert á móti hafi hann sinnt öllum boðunum nefndarinnar og kveðst í nokkur skipti hafa haft frumkvæði að samskiptum við hana. Hins vegar hafi hann óttast að hann gæti ekki treyst nefndinni fyrir réttlátri málsmeðferð. Því hafi hann óskað eftir því að gefa skýrslu fyrir dómi. Í þessu samhengi má minna á það að Ólafur var kvaddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem vitni með dómi Hæstaréttar þann 17. janúar 2017. Í úrskurði héraðsdóms, sem rannsóknarnefndin kærði til Hæstaréttar þar sem ekki var fallist á kröfu hennar um að Ólafur bæri vitni í héraði, segir að málsvörn Ólafs hafi byggt á því að nefndinni væri óheimilt að leiða hann sem vitni í málinu. Byggði hann á því að skipun rannsóknarnefndarinnar ætti sér ekki stoð í lögum og því væri honum ekki skylt að svara spurningum nefndarinnar. Rannsóknarnefndin byggði hins vegar á því að með því að leiða Ólaf sem vitni fyrir nefndina væri ætlunin aðeins að upplýsa málsatvik en ekki „að eltast við lagalega ábyrgð. Öfugt við það þegar stofnað sé til sakamálarannsóknar ljúki þessari rannsókn ekki með því að afstaða verði tekin til ábyrgðar.“Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.vísir/vilhelmAðgangur að gögnum og efnisatriði máls Ólafur gagnrýnir það harðlega í greinargerð sinni að hafa ekki fengið aðgang að gögnum þannig að hægt væri að svara efnisatriðum málsins. Hann spyr hver sé ástæðan fyrir því en Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þegar hann greindi frá niðurstöðum skýrslunnar þar að vitni ættu ekki rétt á aðgang að gögnum. Það er því rétt að Ólafur fékk ekki aðgang að gögnunum enda nefndinni ekki skylt að veita honum það þar sem hann var vitni. Þá eru bréfaskipti rannsóknarnefndarinnar við Ólaf rakin í viðauka með skýrslunni. Þannig var hann upplýstur um það með bréfi þann 13. mars síðastliðinn að nefndin hefði undir höndum gögn um baksamningana og að af þeim mætti ráða að Ólafur hefði verið viðriðinn gerð þeirra. Var Ólafur svo spurður átta spurninga um samningana, meðal annars hvort hann hafi notið góðs af þeim fjárhagslega. Í svarbréfi Ólafs frá 20. mars segir meðal annars: „Undirritaður tók ekki þátt í samningaviðræðum þeim sem lýst er í bréfi nefndarinnar og enginn fulltrúi á mínum vegum var aðili að þeim. Ég hafði ekkert innlegg í samningaviðræðurnar og hef ekki séð þá samninga sem samningsaðilar gengu frá sín á milli. Af þessum sökum er ég ekki í aðstöðu til að svara spurningum um samninga Kaupþings og Hauck & Aufhäuser.“ Í svari Kjartans Bjarna fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd sagði hann að lagalega hefði Ólafur ekki átt rétt á andmælum en nefndin hefði engu að síður talið rétt að veita honum hann með fyrrgreindum bréfasamskiptum. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Almannatengslafyrirtæki hóf undirbúning útskýringar Ólafs fyrir hálfu ári Kynning Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem yfirleitt er kenndur við Samskip, á aðkomu sinni á einkavæðingu Búnaðarbankans hefur verið í vinnslu í tæplega hálft ár. 17. maí 2017 14:45 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í málsvörn Ólafs Ólafssonar vegna sölu Búnaðarbankans en hann birti tæplega klukkutíma langt myndband á heimasíðu sinni í dag þar sem hann les upp tæplega 6000 orða greinargerð sína vegna málsins. Ólafur kemur fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í dag til að svara ásökunum sem settar eru fram á hendur honum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser sem kom út í mars síðastliðnum. Niðurstaða nefndarinnar var meðal annars sú að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekktir þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur á sínum tíma þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlut í Búnaðarbankanum heldur aðeins leppur fyrir aðra. Eins og gefur að skilja stangast málflutningur Ólafs nú í veigamiklum atriðum á við niðurstöður rannsóknarnefndarinnar. Hér neðar eru tekin saman nokkur atriði úr greinargerð Ólafs og þau borin saman við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og önnur gögn í málinu.Þátttaka erlendrar fjármálastofnunar grundvallarforsenda eða ekki Ólafur túlkar svar Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðingarnefndar, á fundi nefndarinnar þann 28. ágúst 2002 varðandi það hvort það hefði áhrif að erlend fjármálastofnun kæmi að kaupunum á Búnaðarbankanum á þveröfugan hátt við rannsóknarnefndina. Eftirfarandi er úr fundargerð einkavæðingarnefndar en Ólafur Ólafsson sat fundinn ásamt öðrum fulltrúum S-hópsins: „Upplýst um að tveir erlendir bankar hefðu sýnt áhuga á að koma að málinu sem ráðgjafar eða fjárfestar. Spurt hvort það breyti stöðu hópsins ef breytingar verða á skipan hópsins með þeim hætti. Spurt hvort það breyti stöðu hópsins ef breytingar verða á skipan hópsins með þeim hætti. ÓD sagði svo ekki vera. Frekar væri gefinn plús fyrir erlenda peninga, eins og það var orðað.“ Ólafur túlkar þetta svar sem svo að það hafi ekki verið grundvallarforsenda fyrir kaupum S-hópsins á hlut í Búnaðarbankanum að þar kæmi að erlend fjármálastofnun. Þetta stangast á við niðurstöður rannsóknarnefndarinnar sem telur að það hafi verið grundvallarforsenda að erlend fjármálastofnun. Í skýrslu nefndarinnar er ekki aðeins vísað í fundargerð einkavæðingarnefndar heldur jafnframt í svar Ólafs Davíðssonar til Eiríks S. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Kaldbaks, sem einnig vildi kaupa Búnaðarbankann. Óskaði Eiríkur eftir nánari skýringum á því hvers vegna S-hópurinn var tekinn fram yfir Kaldbak og fékk það svar að á meðal þeirra aðalatriða sem hefðu skilið á milli væri að fyrrnefndi hópurinn heði haft „virt erlent fjármálafyrirtæki sem fjárfesti“ í sínum hópi.Ólafur Ólafsson fjárfestir fyrir fund sinn með stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í dag.vísir/eyþórRaunveruleg aðkoma Hauck & Aufhäuser Í greinargerð sinni segir Ólafur að það sem raunverulega skipti máli var að Hauck & Aufhäuser var hluthafi í Eglu hf. og að hann skráði sig fyrir og greiddi inn allt sitt hlutafé. Hann hafi skipað menn í stjórn og tekið þátt í ákvarðanatökum og störfum Eglu og því hafi ekkert verið til málamynda því samkvæmt hlutafélagalögum hafi bankinn verið hluthafinn og enginn annar. Ekki er í raun deilt um að þýski bankinn hafi átt hlut í Eglu en það sem ekki kom þó fram var tilvist baksamninga sem gerðir voru í tengslum við aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum í Búnaðarbankanum. Með þeim var þýska bankanum tryggt skaðleysi af viðskiptunum með hluti sína í bankanum en viðskipti sem síðar voru gerð á grundvelli samninganna gerðu það að verkum að aflandsfélagið Welling & Partners fékk í sinn hlut hlut rúmlega 100 milljónir Bandaríkjadala sem voru lagðar inn á reikning félagsins hjá Hauck & Aufhäuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir viðskiptin með eignarhlut ríkisins í Búnaðarbankanum, voru 57,5 milljónir dala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited sem stofnað var af lögfræðistofunni Mossack Fonseca í Panama en skráð á Tortóla. Raunverulegur eigandi Marine Choice Limited var Ólafur Ólafsson.Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Ólafur við undirritun samnings um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins.vísir/vilhelmHvað vissi Ólafur um baksamningana? Ólafur segir ofangreinda baksamninga hafa verið á milli Kaupþings og Hauck & Aufhäuser og því íslenska ríkinu óviðkomandi. „Samningar sem þeir gerðu voru alfarið á þeirra ábyrgð og ég hafði hvorki lesið þá né séð, fyrr en núna, í rannsóknarskýrslunni. Ég vissi hins vegar að þeir höfðu gert með sér samninga og hvert var megin inntak þeirra samninga. Hafi eitthvað verið í þessum samningum, sem ég fæ reyndar ekki séð, sem þeir áttu að upplýsa um, þá var það alfarið á þeirra ábyrgð.“ Ólafur segist nú hafa vitað um þessa samninga og þekkt megininntak þeirra. Hann hafi hins vegar hvorki lesið þá né séð þá. Í framburði fyrir dómi kvaðst Ólafur hins vegar „ekki muna hvort einhverjar ráðstafanir hefðu verið gerðar, til dæmis með samningum, til að draga úr eða girða fyrir fjárhagslega áhættu Hauck & Aufhäuser af viðskiptunum.“ Þá sagði hann jafnframt aðspurður „um fullyrðingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Búnaðarbankans, í skýrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis árið 2009, að Hauck & Aufhäuser hafi verið fulltrúi fyrir aðra aðila og að það hafi verið gerður einhvers konar framvirkur samningur um viðskipti bankans, sagði Ólafur að honum vitanlega ætti það ekki við rök að styðjast og að hann myndi „ekki eftir neinu svona.““ Þá eru á meðal gagna rannsóknarnefndarinnar eru afrit af tölvupóstsamskiptum sem áttu sér stað á tímabilinu 10. til 16. janúar 2003 þar sem drög að baksamningunum og skjölum sem tengdust þeim beint og óbeint voru ítrekað send á milli þriggja manna. Einn þeirra var Guðmundur Hjaltason, framkvæmdastjóri hjá Samskipum hf. og fulltrúi Ólafs Ólafssonar í söluferli Búnaðarbankans.Hæstiréttur dæmdi Ólaf til að gefa skýrslu vegna málsins. Vísir/GVADæmdur til að gefa skýrslu Í greinargerð sinni fer Ólafur í stuttu máli yfir samskipti sína við rannsóknarnefndina. Þar segir hann að það sé ekki satt að hann hafi neitað að koma fyrir nefndina. Þvert á móti hafi hann sinnt öllum boðunum nefndarinnar og kveðst í nokkur skipti hafa haft frumkvæði að samskiptum við hana. Hins vegar hafi hann óttast að hann gæti ekki treyst nefndinni fyrir réttlátri málsmeðferð. Því hafi hann óskað eftir því að gefa skýrslu fyrir dómi. Í þessu samhengi má minna á það að Ólafur var kvaddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem vitni með dómi Hæstaréttar þann 17. janúar 2017. Í úrskurði héraðsdóms, sem rannsóknarnefndin kærði til Hæstaréttar þar sem ekki var fallist á kröfu hennar um að Ólafur bæri vitni í héraði, segir að málsvörn Ólafs hafi byggt á því að nefndinni væri óheimilt að leiða hann sem vitni í málinu. Byggði hann á því að skipun rannsóknarnefndarinnar ætti sér ekki stoð í lögum og því væri honum ekki skylt að svara spurningum nefndarinnar. Rannsóknarnefndin byggði hins vegar á því að með því að leiða Ólaf sem vitni fyrir nefndina væri ætlunin aðeins að upplýsa málsatvik en ekki „að eltast við lagalega ábyrgð. Öfugt við það þegar stofnað sé til sakamálarannsóknar ljúki þessari rannsókn ekki með því að afstaða verði tekin til ábyrgðar.“Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.vísir/vilhelmAðgangur að gögnum og efnisatriði máls Ólafur gagnrýnir það harðlega í greinargerð sinni að hafa ekki fengið aðgang að gögnum þannig að hægt væri að svara efnisatriðum málsins. Hann spyr hver sé ástæðan fyrir því en Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þegar hann greindi frá niðurstöðum skýrslunnar þar að vitni ættu ekki rétt á aðgang að gögnum. Það er því rétt að Ólafur fékk ekki aðgang að gögnunum enda nefndinni ekki skylt að veita honum það þar sem hann var vitni. Þá eru bréfaskipti rannsóknarnefndarinnar við Ólaf rakin í viðauka með skýrslunni. Þannig var hann upplýstur um það með bréfi þann 13. mars síðastliðinn að nefndin hefði undir höndum gögn um baksamningana og að af þeim mætti ráða að Ólafur hefði verið viðriðinn gerð þeirra. Var Ólafur svo spurður átta spurninga um samningana, meðal annars hvort hann hafi notið góðs af þeim fjárhagslega. Í svarbréfi Ólafs frá 20. mars segir meðal annars: „Undirritaður tók ekki þátt í samningaviðræðum þeim sem lýst er í bréfi nefndarinnar og enginn fulltrúi á mínum vegum var aðili að þeim. Ég hafði ekkert innlegg í samningaviðræðurnar og hef ekki séð þá samninga sem samningsaðilar gengu frá sín á milli. Af þessum sökum er ég ekki í aðstöðu til að svara spurningum um samninga Kaupþings og Hauck & Aufhäuser.“ Í svari Kjartans Bjarna fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd sagði hann að lagalega hefði Ólafur ekki átt rétt á andmælum en nefndin hefði engu að síður talið rétt að veita honum hann með fyrrgreindum bréfasamskiptum.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30 Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01 Almannatengslafyrirtæki hóf undirbúning útskýringar Ólafs fyrir hálfu ári Kynning Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem yfirleitt er kenndur við Samskip, á aðkomu sinni á einkavæðingu Búnaðarbankans hefur verið í vinnslu í tæplega hálft ár. 17. maí 2017 14:45 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í beinni: Ólafur Ólafsson kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Ólafur Ólafsson, fjárfestir sem oftast er kenndur við Samskip, kemur í dag á fund stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar um einkavæðingu Búnaðarbankans. 17. maí 2017 14:30
Ólafur Ólafsson birtir tæplega klukkutíma myndband um söluferli Búnaðarbankans Ólafur Ólafsson hefur birt á YouTube upptöku af framsögu sem hann hafði undibúið fyrir fund sinn með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag. 17. maí 2017 12:01
Almannatengslafyrirtæki hóf undirbúning útskýringar Ólafs fyrir hálfu ári Kynning Ólafs Ólafssonar, fjárfestis sem yfirleitt er kenndur við Samskip, á aðkomu sinni á einkavæðingu Búnaðarbankans hefur verið í vinnslu í tæplega hálft ár. 17. maí 2017 14:45