Macron sækir ráðherrana frá hægri, vinstri og miðju Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 13:26 Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Vísir/EPA Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez. Frakkland Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra úr röðum Repúblikana verður nýr fjármálaráðherra Frakklands og sósíalíski varnarmálaráðherrann verður nýr utanríkisráðherra. Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti ríkisstjórn sína í París nú klukkan 13. Alls eru 22 ráðherrar í ríkisstjórninni, helmingurinn þeirra konur. Hægrimaðurinn og Repúblikaninn Bruno Le Maire, sem var landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2012, verður nýr fjármálaráðherra og miðjumaðurinn François Bayrou dómsmálaráðherra. Upphaflega stóð til að ríkisstjórnin yrði kynnt til sögunnar í gær, en því var frestað til dagsins í dag til að hægt væri að kanna fjármál þeirra betur svo að forðast megi hneykslismál.Le Drian verður utanríkisráðherra Sósíalistinn Gérard Collomb, borgarstjóri Lyon, verður nýr innanríkisráðherra og Jean-Yves Le Drian, sem hefur verið varnarmálaráðherra landsins á síðustu árum, verður nýr utanríkisráðherra. Le Drian var einna fyrstur úr röðum Sósíalistaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni. Greint var frá því á mánudag að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði forsætisráðherra landsins. Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard verður varnarmálaráðherra og fyrrverandi Ólympíuverðlaunahafinn Laura Flessel ráðherra íþróttamála. Ríkisstjórnin í heild sinni:Forsætisráðherra: Édouard PhilippeInnanríkisráðherra: Gérard Collomb.Umhverfisráðherra: Nicolas Hulot.Dómsmálaráðherra: François Bayrou.Varnarmálaráðherra: Sylvie Goulard.Utanríkisráðherra: Jean-Yves Le Drian.Sveitarstjórnarmálaráðherra: Richard Ferrand.Heilbrigðisráðherra: Agnès Buzyn.Menningarmálaráðherra: Françoise Nyssen.Fjármálaráðherra: Bruno Le Maire.Vinnumálaráðherra: Muriel Penicaud.Menntamálaráðherra: Jean-Michel Blanquer.Menningarráðherra: Jacques Mézard.Fjárlagaráðherra: Gérald Darmanin.Háskólamálaráðherra: Frédérique Vidal.Ráðherra sem fer með mál er varða franskra svæða utan Evrópu: Annick Gerardin.Íþróttamálaráðherra: Laura Flessel.Samgönguráðherra: Elisabeth Borne.Evrópumálaráðherra: Marielle de Sarnez.
Frakkland Mest lesið Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Innlent Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Erlent Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Innlent Ýtti konu fyrir bíl Innlent Hæstiréttur blandar sér í málið sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Fleiri fréttir Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Sjá meira