Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 08:00 Fyrirtaka í máli Kjöríss gegn Emmessís verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Vísir/GVA Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Kjörís hefur stefnt Emmessís og vill staðfestingu héraðsdóms á lögbanni sem Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á framleiðsluvöru samkeppnisaðilans í lok nóvember. Forsvarsmenn Emmessís hafa lagt fram gagnstefnu og fara fram á bætur enda telja þeir að einkaleyfi ísframleiðandans í Hveragerði á vörumerkinu Toppís hafi runnið út. „Við fórum fram á lögbannsbeiðni í lok nóvember á vöru þeirra Toppís sem var samþykkt og þeir komu með nýtt nafn á ísinn sinn sem heitir nú Happís. Þeir hafa aftur á móti ekki viðurkennt að við eigum vörumerkið Toppís, og vilja fá nafnið afskráð hjá Einkaleyfastofu á þeirri forsendu að við höfum ekki notað vörumerkið nógu mikið. Við áttum okkur ekki á framgangi þeirra og höfum varið okkar vörumerki,“ segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss.Emmessís kynnt í nóvember nýja vöru sem hét þá Toppís en var síðar breytt í Happís.Emmessís hóf í nóvember í fyrra sölu á ís í boxi undir heitinu Toppís. Forsvarsmenn Kjöríss fóru í kjölfarið fram á að nafninu yrði breytt og vísuðu til skráningar fyrirtækisins á vörumerkinu hjá Einkaleyfastofu árið 1996 og endurnýjun hennar tveimur áratugum síðar. Kjörís framleiðir vörur undir merkinu Lúxus toppís. „Við höfum notað þetta meira og minna alla tíð. Þeir hafa notað vörumerkið Toppur og eiga það skráð,“ segir Valdimar. Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Emmessís, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir tjóni vegna lögbannsins enda hafi sala og dreifing á vörunni verið hafin. „Við höfðum unnið með auglýsingastofu við að finna nafnið og hanna vörumerki. Okkur fannst það í takt við að við erum með vinsælasta toppinn á Íslandi, Hnetutopp, og annað af okkar slagorðum er „Emmessís toppurinn á ísnum“. Okkur láðist að athuga hjá Einkaleyfastofu hvort þetta væri skráð en höfðum ekki orðið vör við neinn Toppís á markaðnum og töldum því ekki að nafnið væri frátekið,“ segir Ragnar. „Við höfðum svo samband við lögfræðing sem benti okkur á að þegar þú hefur ekki notað vörumerki í fimm ár fellur einkaleyfið úr gildi. Síðan kom í ljós að þeir eru ekki að selja undir vörumerkinu Toppís heldur Lúxus toppís. Þar kemur nafnið fram en eingöngu sem lýsing en ekki vörumerki. Kjörís þurfti að leggja fram tryggingu í lögbanninu og síðar að stefna okkur til að fá hana til baka. Við erum fyrst og fremst að endurheimta eitthvað af því tjóni sem við urðum fyrir. Ef lögbannið dæmist ógilt þurfa þeir að borga okkur tjón sem við höfum orðið fyrir,“ segir Ragnar.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira