Útlit er fyrir fínasta veður á föstudag, þurrt og bjart að mestu og hlýnar aftur, eftir kuldakastið sem mun herja á suma landshluta á komandi dögum.
Til morguns verður vaxandi norðanátt og mun kólna í veðri. Stífur vindur um landið norðvestanvert, en hægari fyrir austan. Rigning norðan- og norðvestan til, en annars skúrir.
Slydda norðvestan til annað kvöld og snjókoma til heiða, en annars úrkomulítið. Lægir smám saman á fimmtudag og dregur úr úrkomu.
Eins og áður segir hlýnar í veðri á föstudag en á laugardag og sunnudag má búast við hita frá 8 til 18 stigum, hlýjast í innsveitum en þokuloft við ströndina.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á morgun:
Gengur í norðan 10-18 m/s NV- og V-lands á morgun, annars hægari vindur. Rigning, einkum norðan til, en stöku skúrir SV-lands. Hiti 2 til 12 stig, mildast syðst. Slydda um landið norðvestanvert annað kvöld en úrkomulítið í öðrum landshlutum.
Á fimmtudag:
Norðan 3-10 m/s, en 10-15 V-til fram yfir hádegi. Léttskýjað S-lands, annars dálítil rigning eða skúrir en úrkomulítið síðdegis. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á S-landi.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti 6 til 13 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Suðvestan 5-13 m/s á Vestfjörðum, annars hægari breytileg átt. Víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt og skýjað en úrkomulítið. Milt veður.
Hlýnar aftur á föstudag: Hiti gæti náð 18 stigum á helginni
Birgir Olgeirsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
