Mafían sögð hafa rekið stærstu flóttamannabúðirnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 23:31 Búðirnar eru í Isola di Capo Rizzuto. vísir/afp Einar stærstu flóttamannabúðir Ítalíu hafa verið í höndum mafíunnar í meira en áratug, að sögn lögreglunnar þar í landi. Lögreglan handtók í dag 68 manns, þar af einn prest, í tengslum við málið. Um er að ræða Arena-mafíuna sem tilheyrir valdamiklu glæpasamtökunum 'Ndrangheta. Breska ríkisútvarpið greinir frá.Földu eignarhaldið og drógu sér fé Mafían er sögð hafa falið eignarhaldið með því að skýla sér bakvið kaþólsk góðgerðarsamtök. Þannig hafi hún dregið sér opinbert fé sem ætlað var flóttamannabúðunum, en talið er að mafían hafi nýtt allt að þriðjung þess fjármagns sem átti að renna í búðirnar til eigin nota. Þá hafi presturinn, Eduardo Scordio, fengið á þessu ári um 132 þúsund evrur, tæplega 15 milljónir króna fyrir að sinna „andlegri þjónustu“ á svæðinu. Ríkið hefur varið 100 milljónum evra, eða rúmlega 11 milljörðum íslenskra króna, í flóttamannabúðirnar síðastliðin tíu ár. Búðirnar rúma allt að 1.500 manns hverju sinni.Fólkið svelt Tvö ár eru síðan ítalska tímaritið L‘Espresso birti grein þar sem fullyrt var að fjármunum væri stolið úr flóttamannabúðunum, og að stjórnendur sveltu flóttamenn frekar en að þurfa að nota peningana í matarinnkaup. Ári áður var greint frá því fjöldi fólks í búðunum væri mun meiri en leyfilegt væri. Þá komst heilbrigðiseftirlitið að því árið 2013 að matarskammtarnir væru alltof litlir og maturinn oftar en ekki útrunninn. Yfirvöld á Ítalíu telja að búðirnar hafi verið notaðar sem nokkurs konar þvottastöð fyrir peninga mafíunnar. Yfir 500 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum en hinir grunuðu eru sakaðir um fjársvik, ólöglegan vopnaburð, þjófnað og fleira. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira
Einar stærstu flóttamannabúðir Ítalíu hafa verið í höndum mafíunnar í meira en áratug, að sögn lögreglunnar þar í landi. Lögreglan handtók í dag 68 manns, þar af einn prest, í tengslum við málið. Um er að ræða Arena-mafíuna sem tilheyrir valdamiklu glæpasamtökunum 'Ndrangheta. Breska ríkisútvarpið greinir frá.Földu eignarhaldið og drógu sér fé Mafían er sögð hafa falið eignarhaldið með því að skýla sér bakvið kaþólsk góðgerðarsamtök. Þannig hafi hún dregið sér opinbert fé sem ætlað var flóttamannabúðunum, en talið er að mafían hafi nýtt allt að þriðjung þess fjármagns sem átti að renna í búðirnar til eigin nota. Þá hafi presturinn, Eduardo Scordio, fengið á þessu ári um 132 þúsund evrur, tæplega 15 milljónir króna fyrir að sinna „andlegri þjónustu“ á svæðinu. Ríkið hefur varið 100 milljónum evra, eða rúmlega 11 milljörðum íslenskra króna, í flóttamannabúðirnar síðastliðin tíu ár. Búðirnar rúma allt að 1.500 manns hverju sinni.Fólkið svelt Tvö ár eru síðan ítalska tímaritið L‘Espresso birti grein þar sem fullyrt var að fjármunum væri stolið úr flóttamannabúðunum, og að stjórnendur sveltu flóttamenn frekar en að þurfa að nota peningana í matarinnkaup. Ári áður var greint frá því fjöldi fólks í búðunum væri mun meiri en leyfilegt væri. Þá komst heilbrigðiseftirlitið að því árið 2013 að matarskammtarnir væru alltof litlir og maturinn oftar en ekki útrunninn. Yfirvöld á Ítalíu telja að búðirnar hafi verið notaðar sem nokkurs konar þvottastöð fyrir peninga mafíunnar. Yfir 500 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum en hinir grunuðu eru sakaðir um fjársvik, ólöglegan vopnaburð, þjófnað og fleira.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Sjá meira