Macron nýr forseti Frakklands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 11:35 Emmanuel Macron. vísir/afp Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. Macron, sem er 39 ára, er yngsti forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakkalands og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum hinna hefðbundnu valdaflokka; sósíalista eða repúblikana. Macron tekur við embætti af Francois Hollande sem er einn óvinsælasti forseti Frakklands. Hollande varð forseti árið 2012 en sóttist ekki eftir endurkjöri. Nýr forseti gekk í dag rauða dregilinn að höllinni og heilsaði forvera sínum á hallartröppunum. Eiginkona Macron, Brigitte, gekk ekki með honum til hallarinnar en var viðstödd innsetninguna. Formlegri athöfn lauk svo þegar 21 fallbyssuskoti var skotið upp á bökkum Signu og nýjum forseta ekið að Sigurboganum þar sem hann vottar óþekkta hermanninum virðingu sína. Mikil öryggisgæsla er í París vegna athafnarinnar en lögreglumönnum á vakt var fjölgað um mörg hundruð. Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan árið 2015. Macron fékk 66 prósent atkvæða í forsetakosningunum um síðustu helgi en mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 34 prósent. Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. Macron, sem er 39 ára, er yngsti forseti í sögu fimmta lýðveldis Frakkalands og sá fyrsti sem ekki kemur úr röðum hinna hefðbundnu valdaflokka; sósíalista eða repúblikana. Macron tekur við embætti af Francois Hollande sem er einn óvinsælasti forseti Frakklands. Hollande varð forseti árið 2012 en sóttist ekki eftir endurkjöri. Nýr forseti gekk í dag rauða dregilinn að höllinni og heilsaði forvera sínum á hallartröppunum. Eiginkona Macron, Brigitte, gekk ekki með honum til hallarinnar en var viðstödd innsetninguna. Formlegri athöfn lauk svo þegar 21 fallbyssuskoti var skotið upp á bökkum Signu og nýjum forseta ekið að Sigurboganum þar sem hann vottar óþekkta hermanninum virðingu sína. Mikil öryggisgæsla er í París vegna athafnarinnar en lögreglumönnum á vakt var fjölgað um mörg hundruð. Viðbúnaðarstig er enn í gildi í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bataclan árið 2015. Macron fékk 66 prósent atkvæða í forsetakosningunum um síðustu helgi en mótframbjóðandi hans, Marine Le Pen, fékk tæp 34 prósent.
Tengdar fréttir Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16 Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Allt að 18 stig í dag Veður „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Macron kynnti frambjóðendur sína til þings Um fjölbreyttan hóp er að ræða og aðeins 24 þeirra hafa áður setið á þingi en flokkur Macrons, La Republic en Marche, er nýr af nálinni. 12. maí 2017 08:16
Merkel tekur á móti Macron á mánudag Emmanuel Macron var kjörinn forseti Frakklands síðastliðinn sunnudag og tekur formlega við embættinu nú á sunnudag. 12. maí 2017 11:13
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00