Jóhanna Kristjónsdóttir látin Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2017 16:09 Jóhanna Kristjónsdóttir. Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum sem lesa má hér að neðan. Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra. Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri. Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, lést í nótt á heimili sínu eftir langvarandi erfið veikindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum sem lesa má hér að neðan. Jóhanna fæddist árið 1940. Hún fór snemma að fást við skriftir og skrifaði nokkrar skáldsögur á unga aldri. Vinsælust þeirra var „Ást á rauðu ljósi“. Hún gerðist blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún skrifaði einkum um erlend málefni og ferðaðist víða til að afla efnis í viðtöl og greinar. Um leið starfaði hún að ýmsum félagsmálum og vann til dæmis brautryðjendastarf sem fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra. Jóhanna venti sínu kvæði í kross árið 1995 þegar hún lét af störfum á Morgunblaðinu og hóf arabískunám í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Hún varð formaður VÍMA, Vináttufélags Íslands og Miðausturlanda, árið 2004 og kynnti Miðausturlönd og fleiri landsvæði fyrir fjölda Íslendinga sem fararstjóri. Jóhanna stofnaði Fatímusjóðinn 2005, sem í fyrstu beitti sér fyrir menntun stúlkna í Jemen og síðan fyrir margvíslegri neyðaraðstoð í Afríku og Miðausturlöndum. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára hélt hún ótrauð áfram að safna í þágu góðra málefna fyrir Fatímusjóð og á dögunum kom út í nýrri útgáfu ljóðabókin „Á leið til Timbúktú“, safn ferðaljóða, sem gefin er út til styrktar börnum í Jemen og Sýrlandi. Jóhanna skrifaði fjölda bóka, auk skáldsagna og ljóða. Hún skrifaði ferðabækur af fjölbreyttu tagi, æviminningar og rit um málefni Miðausturlanda, ekki síst um konur á svæðinu. Jóhanna lætur eftir sig fjögur uppkomin börn, sem og barnabörn og barnabarnabörn.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira