Spánverjinn ákærður fyrir kynferðisbrotin þrjú og verður áfram í haldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 15:08 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. VÍSIR/GVA Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum var í Hæstarétti í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í samtals ellefu vikur. Maðurinn er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hótelinu. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur manninum en lögum samkvæmt mega sakborningar ekki sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur. Samkvæmt úrskurðinum er enn beðið niðurstaðna úr greiningu á DNA-sýnum sem tekin voru á upphafsstigum rannsóknarinnar, en þar sem niðurstaðnanna sé að vænta innan skamms hafi verið tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur manninum. Maðurinn neitar sök en ákæruvaldið telur sig þó hafa sterkan grun um öll brotin þrjú. Meðal annars er byggt á því að maðurinn var handtekinn á vettvangi síðasta brotsins, framburðum kvennanna og annarra vitna. Auk þess hafi maðurinn kannast við að hafa farið inn í þrjú herbergi á hótelinu þetta kvöld og lýst því að hann hafi haft samræði við tvær konur. Hann segir það hins vegar hafa verið með samþykki þeirra. Hvað varðar þriðja brotið þá sagðist maðurinn hafa verið að leita að tóbaki sínu í rúmi konunnar og þess vegna hafi hann farið með hendurnar undir sæng hennar. Ákæruvaldið telur framburð mannsins ótrúverðugan og að almannahagsmunir krefjist þess að hann verði ekki frjáls ferða sinna á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Karlmaður grunaður um kynferðisbrot gagnvart þremur konum áfram í gæsluvarðhaldi Spænskur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum eftir árshátið á hóteli á Suðurlandi var fyrir helgi dæmdur í áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. maí næstkomandi. 14. apríl 2017 17:40
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15
Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. 22. mars 2017 16:35