Íslandsbanki skiptir um auglýsingastofu í miðri herferð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:15 Flennistór auglýsing er framan á gamla Íslandsbankahúsinu að Kirkjusandi. vísir/gva Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur. Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslandsbanki hefur fært viðskipti sín til auglýsingastofunnar Brandenburg eftir að hafa starfað með ENNEMM auglýsingastofu frá árinu 2011. Bankinn hefur verið í einni sinni umfangsmestu auglýsingaherferð síðastliðnar vikur – sem þó var afar umdeild í fyrstu.Alls ótengt hörðum viðbrögðum Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka, segir þessar breytingar hafa verið í farvatninu í nokkurn tíma. Þær tengist herferðinni umdeildu því ekki á nokkurn hátt. „Ég tók við sem markaðsstjóri í desember í fyrra og þá fórum við að skoða þessi mál. Þannig að þetta er búið að vera töluvert lengi í vinnslu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Markaðsmál hafi verið í endurskoðun frá því að hann hóf störf.Sitt sýnist hverjum um ágæti auglýsingaherferðar Íslandsbanka, en Guðmundur segir hana langt frá því að vera mistök.vísir/ernir„Það er aldrei góður eða réttur tími til að gera svona. Við erum til dæmis með Reykjavíkurmaraþonið fram undan sem er stærsta verkefni okkar á hverjum ári. En það er bara þannig að það er enginn tími betri en annar í þessum efnum,“ segir hann, aðspurður hvers vegna skipt sé um stofu í miðri herferð.Áfram svipaðar áherslur Auglýsingaherferðinni var hrundið af stað með krafti í síðasta mánuði. Hún vakti hins vegar hörð viðbrögð og voru samfélagsmiðlar undirlagðir af myndum þar sem herferðin var skrumskæld. Töldu margir að einfölduð mynd væri dregin upp af erfiðri stöðu ungs fólks. Guðmundur vill ekki meina að auglýsingarnar hafi verið mistök enda hafi þúsundir leitað ráðgjafar vegna húsnæðismála hjá bankanum í framhaldinu. Næstu skref séu að halda áfram að vekja athygli á húsnæðismarkaðnum en með einhverjum áherslubreytingum. „Það er verið að endurhugsa markaðsmálin því stórir bankar í dag standa frammi fyrir miklum áskorunum. Það eru aðilar sem eru að koma inn og keppa við mismunandi hluta af starfseminni okkar. Og bankar þurfa að breyta bæði hvernig þeir tala og vinna, þeir þurfa að breyta rödd sinni því bönkum hefur verið tamt að draga upp glansmynd af stöðunni,“ segir Guðmundur.
Tengdar fréttir Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13 Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00 Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Metdagur í Íslandsbanka í gær Markmið bankans var að hreyfa við fólki og það tókst svo sannarlega. 11. apríl 2017 11:13
Auglýsingar sem fóru öfugt í mannskapinn Betra er illt umtal en ekkert – en stundum hafa auglýsingar gengið fram af íslenskum almenningi. 14. apríl 2017 10:00
Hörð viðbrögð við auglýsingu Íslandsbanka „Markmiðið með þessum auglýsingum er að láta ekki neikvæðnina draga kjarkinn úr ungu fólki þannig að hún standi í vegi fyrir því að það undirbúi framtíðina,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka. 11. apríl 2017 07:00