Óttast að aðrir taki upp vinnubrögð Primera Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Þessi vél Primera Air fór út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Primera Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera Air frá 15. september næstkomandi. „Maður vonar að sjálfsögðu ekki en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er náttúrulega fyrirbyggjandi aðgerð til að standa vörð um réttindi flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Flugfreyjufélagsins, aðspurð um hvort hún óttist að önnur flugfélög taki upp vinnubrögð Primera Air. Framboðslisti Berglindar fékk um 80 prósent atkvæða í kosningum í upphafi mánaðar.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍPrimera Air flýgur til og frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Flýgur það fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og eru flugfreyjur og flugþjónar þess flest frá Lettlandi. Starfsmennirnir eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og eru laun þeirra langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér. Kemst flugfélagið upp með það þar sem áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og eru meðlimir áhafnar verktakar. „Raunveruleikinn er sá að þetta vandamál er komið til Íslands. Við reynum að senda skýr skilaboð og koma með öllum mögulegum hætti í veg fyrir þetta,“ segir Berglind. Hún segir það hafa verið skýra kröfu af hálfu Flugfreyjufélagsins í tvö ár að gerður verði kjarasamningur á milli Primera Air og starfsmanna flugfélagsins. Ekki hafi verið orðið við þeim kröfum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands vonar að önnur flugfélög taki ekki upp sams konar vinnubrögð og Primera Air Nordic þegar kemur að kjaramálum starfsmanna. Félagið samþykkti í gær verkfall hjá Primera Air frá 15. september næstkomandi. „Maður vonar að sjálfsögðu ekki en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Þetta er náttúrulega fyrirbyggjandi aðgerð til að standa vörð um réttindi flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, nýkjörinn formaður Flugfreyjufélagsins, aðspurð um hvort hún óttist að önnur flugfélög taki upp vinnubrögð Primera Air. Framboðslisti Berglindar fékk um 80 prósent atkvæða í kosningum í upphafi mánaðar.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍPrimera Air flýgur til og frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Flýgur það fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og eru flugfreyjur og flugþjónar þess flest frá Lettlandi. Starfsmennirnir eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og eru laun þeirra langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér. Kemst flugfélagið upp með það þar sem áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og eru meðlimir áhafnar verktakar. „Raunveruleikinn er sá að þetta vandamál er komið til Íslands. Við reynum að senda skýr skilaboð og koma með öllum mögulegum hætti í veg fyrir þetta,“ segir Berglind. Hún segir það hafa verið skýra kröfu af hálfu Flugfreyjufélagsins í tvö ár að gerður verði kjarasamningur á milli Primera Air og starfsmanna flugfélagsins. Ekki hafi verið orðið við þeim kröfum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Fleiri fréttir „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira