Hárrétt viðbrögð komu í veg fyrir stórhættu Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Vélin er af gerðinni Piper Tomahawk, árgerð 1978. Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Flugkennari á vegum Flugskóla Akureyrar brást hárrétt við þegar flugvél sem hann stýrði ásamt nemanda í flugkennslu missti afl á flugi sunnan Akureyrarflugvallar með þeim afleiðingum að þeir framkvæmdu neyðarlendingu á Eyjafjarðarbraut vestari sunnan Hrafnagils. Engar bifreiðar voru á veginum þegar atvikið átti sér stað. Hans Rúnar Snorrason, kennari í Hrafnagilsskóla, sá vélina koma undarlega lágt. Bæði eiginkona hans og dóttir eru í flugnámi. „Ég hef sjaldan eða aldrei orðið jafn hræddur á ævinni. Ég sat á kaffistofunni og horfði á vélina koma nokkuð lágt yfir skólann fljúgandi í suður og taka krappa beygju þar. Maður heyrði á vélarhljóðinu að gangurinn var ekki eins og hann átti að sér að vera. Þannig að ég rauk út þegar ég sá hana taka nokkuð skarpa dýfu að mér sýndist og hljóp á vettvang,“ sagði Hans Rúnar.Hans Rúnar Snorrason sjónarvottur.Lögreglu barst tilkynning um hálf eitt á hádegi í gær um að flugvélin, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, hefði nauðlent á veginum. Flugmennirnir tveir, reyndur flugkennari á vegum skólans og nemandi, slösuðust ekki en smávægilegar skemmdir urðu á hægri væng vélarinnar við neyðarlendinguna. Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók skýrslur af mönnunum tveimur auk stjórnenda skólans í gær og mun rannsaka hvað olli því að vélin missti afl. Kristján Þór Víkingsson, skólastjóri Flugskólans, var fljótur á vettvang þegar hann heyrði af óhappinu. „Viðbrögð flugmanns eru skólabókardæmi um hvernig eigi að aðhafast í þessum aðstæðum. Það er ljóst að hann afstýrði frekari hættu. Nú munum við rannsaka þetta og skoða hvað fór úrskeiðis,“ sagði Kristján Þór. Vélin, Piper Tomahawk, er smíðuð árið 1978 og í góðu viðhaldi að sögn skólastjóra. Til flugkennslu í dag hefur flugskólinn á Akureyri tvær sérhannaðar flugvélar af gerðinni Piper Tomahawk til umráða. Það er mat manna að þær hafi reynst mjög vel til verklegrar flugkennslu í gegnum tíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent