Gott mál að spítalinn fái stjórn Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Birgir Jakobsson, Landlæknir vísir/stefán Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Víða í Skandinavíu tíðkast að stjórnir séu yfir sjúkrahúsum sem hafa það markmið að veita stjórnendum sjúkrahúsa aðhald og styrkja samskipti við stjórnvöld. Birgir Jakobsson landlæknir telur það til bóta að setja stjórn yfir Landspítalann og segist sjálfur hafa góða reynslu af slíku fyrirkomulagi. „Ef ég á að hafa skoðun á því yfirleitt þá teldi ég það gott mál fyrir Landspítala að fá stjórn sem hefur faglega kunnáttu á víðum grunni, þjóðfélagsmálum, heilbrigðismálum og stjórnun,“ segir landlæknir. „Bæði til að styrkja spítalann í samskiptum við stjórnvöld og fjármálavaldið og líka til að veita stjórnendum spítalans aðhald í sínum daglegu störfum.“Bjarkey GunnarsdóttirÞau sjúkrahús sem við höfum borið okkur saman við búa mörg hver við það fyrirkomulag. Landlæknir segir hins vegar að fagleg þekking verði að ráða ríkjum. „Hins vegar tel ég að ef þetta væri hrein pólitísk stjórn er ég ekki viss um að það væri endilega skref fram á við fyrir Landspítalann,“ segir Birgir. Landlæknir stýrði á árum áður sjúkrahúsrekstri í Svíþjóð og hefur ágæta þekkingu á heilbrigðismálum í Skandinavíu. Hann segir það geta eflt sjúkrahúsið. „Ég hef sjálfur góða reynslu af því að hafa stjórn yfir spítala sem ég hef sjálfur rekið þar sem kunnáttan er margvísleg,“ bætir landlæknir við. „Stjórnin sem slík þarf ekki að hafa gríðarlega þekkingu á sjálfum spítalarekstrinum þar sem slíkur mannauður er nægur hjá stjórnendum spítalans nú þegar.“ Bjarkey Gunnarsdóttir hefur gagnrýnt hugmyndina harðlega auk fleiri stjórnarandstæðinga í pontu þingsins undanfarna daga. Hún segir sporin hræða og gagnrýnir að talað sé um spítalann eins og hvert annað fyrirtæki. „Ég tel enga ástæðu til þess að setja stjórn yfir spítalann. Mér blöskruðu orð fjármálaráðherra, að tala um þetta eins og hvert annað fyrirtæki. Landspítali er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir Bjarkey. Í augum Bjarkeyjar er ekki verið að setja faglega stjórn yfir spítalann. Hér sé á ferðinni aðgerð til að þagga niður í núverandi stjórnendum. „Það er ekkert annað í kortunum hjá meirihlutanum en að setja yfir pólitíska stjórn til að sussa á stjórnendur. Það hefur ekkert kallað á að þetta sé gert á þessum tímapunkti. Jafnframt hefur enginn talað við stjórnendur spítalans um hvað þeir telji að sé best til að styrkja spítalann.“ „Formaður velferðarnefndar talaði um að þetta yrði pólitísk stjórn líkt og er við lýði á Ríkisútvarpinu. Formaður fjárlaganefndar og fjármálaráðherra taka undir þau orð. Það er ekki mér að skapi,“ bætir Bjarkey við.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira