Mónakókappaksturinn í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. maí 2017 12:30 Button kitlar aftur pinnann um helgina. Vísir/Getty Mónakókappaksturinn í Formúlu 1, sem fer fram á sunnudag, verður í beinni útsendingu og ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport, sem og æfingar og tímatökurnar á morgun. Keppnin í Mónakó er ein sú stærsta á hverju keppnistímabili og hefur verið haldin árlega síðan 1929. Keppt er á götum borgarinnar og þykir brautin ein sú erfiðasta í heimi. Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í fyrra en Bretinn hefur í ár unnið tvær af fyrstu fimm keppnum tímabilsins og er í öðru sæti stigakeppni ökuþóra, sex stigum á eftir hinum þýska Sebastian Vettel, ökuþór Ferrari. Jenson Button snýr aftur í Formúluna um helgina en hann hætti eftir keppnistímbilið í fyrra. Button kemur inn í lið McLaren fyrir aðeins þessa einu keppni en hann er að leysa Fernando Alonso af á meðan Spánverjinn keppir í Indianapolis 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Button bar sigur úr býtum í Mónakó fyrir átta árum síðan og var tólfti fljótasti á æfingum í gær. Beinar útsendingar frá Mónakó hefjast klukkan 08.55 á laugardagsmorgun en þá fer fram lokaæfingin fyrir tímatökurnar, sem hefjast klukkan 11.50. Útsending frá keppninni sjálfri á sunnudag hefst klukkan 11.30. Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mónakókappaksturinn í Formúlu 1, sem fer fram á sunnudag, verður í beinni útsendingu og ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport, sem og æfingar og tímatökurnar á morgun. Keppnin í Mónakó er ein sú stærsta á hverju keppnistímabili og hefur verið haldin árlega síðan 1929. Keppt er á götum borgarinnar og þykir brautin ein sú erfiðasta í heimi. Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í fyrra en Bretinn hefur í ár unnið tvær af fyrstu fimm keppnum tímabilsins og er í öðru sæti stigakeppni ökuþóra, sex stigum á eftir hinum þýska Sebastian Vettel, ökuþór Ferrari. Jenson Button snýr aftur í Formúluna um helgina en hann hætti eftir keppnistímbilið í fyrra. Button kemur inn í lið McLaren fyrir aðeins þessa einu keppni en hann er að leysa Fernando Alonso af á meðan Spánverjinn keppir í Indianapolis 500 kappakstrinum í Bandaríkjunum. Button bar sigur úr býtum í Mónakó fyrir átta árum síðan og var tólfti fljótasti á æfingum í gær. Beinar útsendingar frá Mónakó hefjast klukkan 08.55 á laugardagsmorgun en þá fer fram lokaæfingin fyrir tímatökurnar, sem hefjast klukkan 11.50. Útsending frá keppninni sjálfri á sunnudag hefst klukkan 11.30.
Formúla Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira