Dominos-deildarlið Þórs frá Þorlákshöfn samdi í dag við miðherjann stóra, Snorra Hrafnkelsson.
Hinn 23 ára gamli Snorri er 199 sentimetrar að hæð og hefur spilað með Íslandsmeisturum KR síðustu ár. Hann var með 5,7 stig og 2,9 fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur.
Hann gat lítið spilað með KR í úrslitakeppninni vegna meiðsla.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, þekkir vel til Snorra eftir að hafa þjálfað hann hjá Breiðablik og Njarðvík sem og í yngri landsliðum Íslands.
Snorri yfirgefur meistarana og fer í Þorlákshöfn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
