Eftirsjá að trjálundi sem víkur fyrir nýjum blokkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2017 15:45 Það eina sem eftir er af trjálundinum er röndin meðfram Miklubraut. Vísir/Stefán Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“ Garðyrkja Skipulag Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“
Garðyrkja Skipulag Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira