Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 13:36 Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson um ákvörðun Flugfélags Íslands. Vísir „Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn: Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Mér finnst þetta frekar hallærislegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, um ákvörðun Flugfélags Íslands að skipta um nafn á fyrirtækinu. Hafði félagið bæði notast við Air Iceland og Flugfélag Íslands en hefur nú ákveðið að hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. Ástæður fyrir nafnbreytingunni eru nokkrar að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu. Aukin umsvif á erlendum mörkuðum, fjölgun erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu flugfélagsins og aukið samstarf við Icelandair. Eiríkur segist hafa skilið á sínum tíma þegar Flugleiðir breyttu nafni sínu í Icelandair vegna markaðssetningar erlendis.„Mér finnst öðru máli skipta um innanlands flugfélag,“ segir Eiríkur og vill meina að það sé ákveðin uppgjöf gagnvart íslenskunni að hætta að notast við nafnið Flugfélag Íslands. „Mér finnst það. Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins. Það getur vel verið að það sé aukakostnaður og flækjur að hafa íslenskuna með. En það hefur alltaf legið fyrir að það kostar eitthvað að vera með sérstakt tungumál fyrir 330 þúsund manns, eins og það kostar að hafa sérstakan gjaldmiðil. Þetta er bara spurning hvað við viljum leggja á okkur.“ Eiríkur er meðvitaður um það að vissulega sé þetta að einhverju leyti smáatriði, eins og þegar hann kvartaði undan sýningunni Amazing Home Show, vöru- og þjónustusýningu sem var haldin í Laugardalshöll um liðna helgi. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru.“Í kjölfar ákvörðunar Flugfélags Íslands grínaðist Eiríkur með það að skipta hreinlega sjálfur um nafn:
Fréttir af flugi Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Flugfélag Íslands skiptir um nafn Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands. 24. maí 2017 10:15