Pressan er skyndilega öll á LeBron í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2017 20:30 LeBron James. Vísir/Getty Liðsmenn Boston Celtics geta í kvöld galopnað einvígið á móti Cleveland Cavaliers þegar liðin mætast í fjórða sinn. Staðan er 2-1 en Boston-menn geta jafnað metin í nótt. Leikurinn fer fram á heimavelli Cleveland Cavaliers, hefst klukkan hálf eitt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það héldu allir að Cleveland Cavaliers væri að fara sópa Boston-liðinu í sumarfrí eftir tvo sannfærandi stórsigra í Boston en allt breyttist í seinni hálfleik á þriðja leiknum sem fór samt sem áður fram á heimavelli Cleveland. Boston vann upp 21 stigs forskot Cleveland í seinni hálfleik og Avery Bradley tryggði Boston síðan sigur með flautuþristi. Allt í einu var komin spenna í einvígi sem allir héldu að væri búið. Það er líka skyndilega komin mikil pressa á á LeBron James sem átti einn sinn versta leik á ferlinum í leik þrjú. „Ég er einbeittur á leik fjögur. Við vitum hvað við gerðum vitlaust í síðasta leik og við vitum líka að við getum alltaf gert betur. Ég er að hugsa um nútíðina en ekki fortíðina,“ sagði LeBron James í samtölum við blaðamenn sem vildu margir fá að komast að því hvað var að hjá honum í leik þrjú. Hann var hinsvegar stuttur í svörum og gaf þeim ekki mikinn tíma. James var búinn að skora yfir 30 stig í átta leikjum í röð fyrir síðasta leik og það virtist vera sama hvað Boston-menn reyndu því ekkert nægði til að stoppa hann. Það var ekki síst þess vegna sem svo margir göptu þegar James var bara með 11 stig, 6 tapaða bolta, 30 prósent skotnýtingu og ekkert stig í fjórða leikhluta í síðasta leik. James skoraði ekki stig síðustu sextán mínútur leiksins og sama tíma vann Boston-liðið upp forskot Cleveland með mikilli baráttu og góðri þriggja stiga nýtingu. Það er því mikil pressa á James í kvöld. Var síðasti leikur bara slys eða er Boston loksins búið að finna leið til að stoppa kónginn og þar með NBA-meistarana í Cleveland Cavaliers. NBA áhugamenn eru búnir að fá nóg af sópunum í bili og fylgjast því spenntir með á Stöð 2 Sport í kvöld. NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics geta í kvöld galopnað einvígið á móti Cleveland Cavaliers þegar liðin mætast í fjórða sinn. Staðan er 2-1 en Boston-menn geta jafnað metin í nótt. Leikurinn fer fram á heimavelli Cleveland Cavaliers, hefst klukkan hálf eitt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það héldu allir að Cleveland Cavaliers væri að fara sópa Boston-liðinu í sumarfrí eftir tvo sannfærandi stórsigra í Boston en allt breyttist í seinni hálfleik á þriðja leiknum sem fór samt sem áður fram á heimavelli Cleveland. Boston vann upp 21 stigs forskot Cleveland í seinni hálfleik og Avery Bradley tryggði Boston síðan sigur með flautuþristi. Allt í einu var komin spenna í einvígi sem allir héldu að væri búið. Það er líka skyndilega komin mikil pressa á á LeBron James sem átti einn sinn versta leik á ferlinum í leik þrjú. „Ég er einbeittur á leik fjögur. Við vitum hvað við gerðum vitlaust í síðasta leik og við vitum líka að við getum alltaf gert betur. Ég er að hugsa um nútíðina en ekki fortíðina,“ sagði LeBron James í samtölum við blaðamenn sem vildu margir fá að komast að því hvað var að hjá honum í leik þrjú. Hann var hinsvegar stuttur í svörum og gaf þeim ekki mikinn tíma. James var búinn að skora yfir 30 stig í átta leikjum í röð fyrir síðasta leik og það virtist vera sama hvað Boston-menn reyndu því ekkert nægði til að stoppa hann. Það var ekki síst þess vegna sem svo margir göptu þegar James var bara með 11 stig, 6 tapaða bolta, 30 prósent skotnýtingu og ekkert stig í fjórða leikhluta í síðasta leik. James skoraði ekki stig síðustu sextán mínútur leiksins og sama tíma vann Boston-liðið upp forskot Cleveland með mikilli baráttu og góðri þriggja stiga nýtingu. Það er því mikil pressa á James í kvöld. Var síðasti leikur bara slys eða er Boston loksins búið að finna leið til að stoppa kónginn og þar með NBA-meistarana í Cleveland Cavaliers. NBA áhugamenn eru búnir að fá nóg af sópunum í bili og fylgjast því spenntir með á Stöð 2 Sport í kvöld.
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira