Halldór stefnir ótrauður á oddvitasætið Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 21. maí 2017 13:12 Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“ Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn í Reykjavík hófu kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar með fjölmennu málefnaþingi í Valhöll um helgina en þingið sóttu um 270 manns. Unnið var að stefnumótun sex málefnanefnda og er afrakstur málefnastarfsins grundvöllur að stefnu flokksins í komandi kosningum til borgarstjórnar. „Við erum búinn að leggja drög að þeirra stefnu og það mjög öflug drög en ég efast ekki um að við eigum eftir að koma saman aftur áður en að kosið verður til borgarstjórnar,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Í ályktun þingsins kemur fram að lóðarskortur með tilheyrandi skorti á húsnæði sé ekki bara skipuplagsmál heldur líka velferðarmál og að eiga þak yfir höfuð sér er tilverugrundvöllur. Sjálfstæðismenn vilja tryggja að ávallt sé nægilegt framboð af lóðum til sölu og að byggingarréttargjöld verði felld niður og þannig tryggt að lóðir í nýbyggingarhverfum verði seldar á kostnaðarverði. Sjálfstæðismenn leggja þá einnig áherslu á skipulagsmál í ályktunum sínum og benda á að góðar samgöngur séu undirstaða nútíma lífshátta. Undanfarna áratugi hafi þessum málum hins vegar ekki verið sinnt sem skyldi í Reykjavík. Framtíðar byggingarland borgarinnar til norðurs og austurs hafi ekki verið opnað með stofnbrautum og hefur þetta meðal annars valdið umferðartöfum og stuðlað að hækkandi fasteignaverði.Kominn tími á að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í meirihluta.„Síðustu 23 árin eða síðan 1994 þegar R-listinn náði völdum í Reykjavík að þá má eiginlega segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að vera í minnihluta að slepptu tímabilinu 2006 til 2010 með undantekningum þó. Þannig að það er heldur betur hugur í fólki og kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari í meirihluta aftur í Reykjavík,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann hyggist gefa kost á sér í oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sagðist hann stefna á það. „Eins og staðan er núna hefur ekkert breyst hjá mér. Þannig ég stefni ótrauður að því.“
Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira