Veðurfræðingur um sumarbyrjun: „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. maí 2017 19:37 Sumar og sól í Nauthólsvík. Nú er bara að bíða og vona. Vísir/Anton Brink Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar. Veður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar.
Veður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira