Hótelbyggingu á Seyðisfirði slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Framkvæmdum vegna hótelsins Tinda á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest. Oddviti Sjálfstæðismanna segir það bagalegt. Mynd/Aðsend Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Uppbyggingu hótels á Seyðisfirði hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Aðalheiður Borgþórsdóttir, eigandi fyrirtækis utan um hótelreksturinn, segir aðgerðir stjórnvalda gera ferðaþjónustu erfitt fyrir fjarri höfuðborginni. Hótelið átti að skapa um 25 ársverk á Seyðisfirði. Til samanburðar myndi það þýða um 4.800 manna vinnustað í Reykjavík. „Við ætluðum að fara af stað með uppbyggingu hótels á Seyðisfirði og höfum unnið í á þriðja ár að þessari framkvæmd. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun í því ferli. Hins vegar er áætluð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og sterkt gengi krónunnar að gera okkur lífið leitt. Það er bara þannig,“ segir Aðalheiður. Fjárfestingin sem um ræðir er mjög viðamikil á Seyðisfirði. Framkvæmdin sjálf, bygging hótelsins, sem átti að vera rúmlega 40 herbergi, átti að kosta allt að 900 milljónir króna. „Ferðaþjónusta á Austurlandi er í mjög erfiðri stöðu núna vegna erfiðrar stöðu krónunnar og svo bætist ofan á fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á greinina sem að mínu mati gæti skaðað greinina,“ segir Aðalheiður. Arnbjörg Sveinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, er sammála því að hækkun virðisaukaskatts á greinina sé ekki æskileg. „Hækkunin mun hafa slæm áhrif úti á landi fyrir þá sem eru fjærst Keflavík,“ segir Arnbjörg. „Það er fyrirséð að ferðamenn sem hingað koma munu stytta dvöl sína með hækkandi verðlagi. Þetta hótel hefði verið mjög góður kostur fyrir okkur og vonandi að þetta geti farið af stað seinna þegar óvissuástandi, eins og þau upplifa það, lýkur.“ Á Seyðisfirði voru um áramótin 650 íbúar með lögheimili. Þar af voru tæplega 450 þeirra á vinnualdri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira