Hvað er Borgarlína? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Bryndís Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. Með því móti skapast tækifæri til að veita betri þjónustu og almenningssamgöngur verða samkeppnishæfari við einkabílinn. Borgarlínan gæti verið á teinum sem léttlést (LRT) en einnig á hjólum eins og hefðbundinn strætisvagn (BRT). Sjálf hallast ég að því að síðarnefnda lausnin sé raunhæfari enda kostnaður mun minni við slíka uppbyggingu og ólíklegt að farþegagrunnur okkar verði það mikill á næsta áratug að ástæða sé til að ráðast í léttlest. Öflugar almenningssamgöngur eru hornsteinn nýsamþykkts svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Búast má við að fram til ársins 2040 muni íbúum á svæðinu fjölga um 70.000, það samsvarar íbúafjölda Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar í dag. Ef tekið væri á móti slíkum fjölda íbúa með sama hætti og gert var á árunum 1985 til 2012 þegar íbúum svæðisins fjölgaði um hátt í 70.000 væri byggðin að þenjast enn meira út á við og þannig myndu vegalengdir milli staða aukast mikið, sem aftur kallar á mikla fjárfestingu í stofnvegum og öðrum samgöngumannvirkjum. Þrátt fyrir að farið yrði í slíkar fjárfestingar myndu umferðartafir samt sem áður aukast umtalsvert og ferðatími íbúa aukast um 25 prósent, samkvæmt greiningum umferðarsérfræðinga.Af hverju Borgarlínu? Vegna þess að við viljum bjóða upp á meiri lífsgæði en svo að íbúar þurfi að sitja fastir í umferðarteppu og við viljum að íbúar hafi raunhæfan valkost um ferðamáta, einkabíl, almenningssamgöngur, hjólreiðar eða að ganga. Einnig viljum við draga úr mengun og dýrum fjárfestingum í stofnvegum. Umferðarspár benda til þess að ómögulegt er að uppfylla ferðaþarfir fólks til framtíðar eingöngu með uppbyggingu hefðbundinna umferðarmannvirkja. Það sýna rannsóknir og reynslan bæði hérlendis og erlendis. Staðan er einfaldlega sú að óbreytt byggðamynstur og ferðavenjur eru slæmur valkostur. Sérfræðingar voru fengnir til þess að meta kostnað og hagkvæmni mismunandi leiða. Byggt var á niðurstöðum úr umferðarspám og áætlaður var stofn- og rekstrarkostnaður stofnkerfa bílaumferðar og almenningssamganga. Niðurstöðurnar voru afgerandi, skipulagsyfirvöld eiga að leggja áherslu á skynsamlega landnýtingu og eflingu almenningssamgangna. Þessar niðurstöður komu í raun ekki á óvart miðað við það sem við þekkjum erlendis frá, en alls staðar eru borgar- og bæjaryfirvöld að stuðla að skynsamlegri nýtingu lands og breyttum ferðavenjum í þágu fjölbreyttari valkosta og minni umferðartafa. Í svæðisskipulaginu var sett það markmið að fólksfjölgun skyldi mætt án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Þá má spyrja sig: er ekki bara hægt að bæta núverandi strætókerfi og sleppa við þessa miklu fjárfestingu sem Borgarlínan er. Svarið við því er að núverandi kerfi er komið að þolmörkum á helstu álagssvæðum og álagstímum, það hefur einfaldlega lítið upp á sig að auka tíðni vagna ef þeir sitja svo allir fastir í sömu umferðahnútunum. Til þess að almenningssamgöngur verði betur samkeppnishæfar við einkabílinn þurfa vagnarnir að komast greiðar á milli staða, þess vegna þarf öflugri innviði, það er sér akreinar og stærri vagna. Kostnaðar- og ábatagreining sem unnin var 2013 sýnir fram á það með óyggjandi hætti að það er þjóðhagslega hagkvæmt að setja fjármuni í Borgarlínu. Það dregur úr fjárfestingaþörf í önnur dýr samgöngumannvirki s.s. mislæg gatnamót og göng, sem munu ekki ná sama árangri. Það er umhverfisvænna, það stuðlar að lýðheilsu og betra borgarskipulagi með greiðari samgöngum fyrir alla.Höfundur er þingmaður.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun