Taylor Swift komin aftur á Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:45 Taylor Swift lét fjarlægja alla tónlist sína af Spotify í nóvember árið 2014 en er nú snúin aftur. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan. Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan.
Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira