Nuttall segir af sér sem formaður UKIP Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 10:18 Paul Nuttall. Vísir/AFP Evrópuþingmaðurinn Paul Nuttall hefur sagt af sér sem formaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP eftir að flokkurinn náði engum manni inn á þing í kosningunum í gær. Nuttall greindi frá ákvörðun sinni í morgun þar sem hann sagði þó að mikilvægi UKIP aldrei hafa verið meira en nú – sem varðhundar Brexit-viðræðna breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Nuttall sagði að rekja megi laka útkomu flokksins í kosningunum til þess að hann væri fórnarlamb eigin velgengni, en UKIP hafði lengi barist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. Nigel Farage, sem gegndi embætti formanns flokksins með hléum frá 2006, hafði áður gefið í skyn að hann gæti hugsað sér að snúa aftur í fremstu víglínu breskra stjórnmála. Nuttall tók við embætti formanns UKIP af Diane James sem gengdi embættinu í stuttan tíma eftir afsögn Farage á síðasta ári."UKIP could, in 18 months, be bigger in poll ratings & members than ever before. However, it will not be with me as leader" @paulnuttallukip pic.twitter.com/IxVx6wwpq3— BBC Politics (@BBCPolitics) June 9, 2017
Evrópuþingmaðurinn Paul Nuttall hefur sagt af sér sem formaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP eftir að flokkurinn náði engum manni inn á þing í kosningunum í gær. Nuttall greindi frá ákvörðun sinni í morgun þar sem hann sagði þó að mikilvægi UKIP aldrei hafa verið meira en nú – sem varðhundar Brexit-viðræðna breskra stjórnvalda og Evrópusambandsins. Nuttall sagði að rekja megi laka útkomu flokksins í kosningunum til þess að hann væri fórnarlamb eigin velgengni, en UKIP hafði lengi barist fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. Nigel Farage, sem gegndi embætti formanns flokksins með hléum frá 2006, hafði áður gefið í skyn að hann gæti hugsað sér að snúa aftur í fremstu víglínu breskra stjórnmála. Nuttall tók við embætti formanns UKIP af Diane James sem gengdi embættinu í stuttan tíma eftir afsögn Farage á síðasta ári."UKIP could, in 18 months, be bigger in poll ratings & members than ever before. However, it will not be with me as leader" @paulnuttallukip pic.twitter.com/IxVx6wwpq3— BBC Politics (@BBCPolitics) June 9, 2017
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54