Það ríkir sorg hjá stuðningsmönnum NFL-liðsins Buffalo Bills eftir að fyrrum leikmaður liðsins fannst látinn ofan í á.
Sá hét James Hardy og var aðeins 31 árs gamall. Lík hans var fast í stíflu í ánni. Ekki er vitað hvert banamein hans var.
Móðir hans lýsti eftir honum þann 30. maí og Hardy finnst ekki fyrr en nokkrum dögum síðar.
Hardy lék með Bills árin 2008 og 2009. Hann var valinn númer 41 í nýliðavalinu árið 2008.
Fyrrum leikmaður Bills fannst látinn í Maumee-ánni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið






„Við erum ekki á góðum stað“
Íslenski boltinn



Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn
