„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 07:39 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, þegar atkvæði voru talin í kjördæmi hennar í gær. vísir/getty Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira