„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 07:39 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, þegar atkvæði voru talin í kjördæmi hennar í gær. vísir/getty Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira