Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2025 12:06 Alexander Eichwald í pontu á stofnfundi ungliðahreyfingar AfD í Giessen um helgina. Óljóst er hvort hann hafi verið alvara með Hitler-tilburðum sínum eða hvort ræðan hafi verið háðsádeila. AfDTV Næstráðandi jaðarhægriflokksins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) segir að félagi sem hélt ræðu í anda Adolfs Hitler á fundi ungliðahreyfingar hans um helgina verði rekinn úr flokknum. Hann segir ræðuna hafa verið lélega háðsádeilu. Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar lítt þekktur félagi í AfD að nafni Alexander Eichwald kvaddi sér hljóðs á stofnfundi ungliðahreyfingar flokksins í borginni Giessen um helgina. Hann var klæddur í bláan jakka, með hárið sleikt aftur og virtist líkja eftir talanda og látbragði Hitlers. „Það er þjóðleg skylda okkar að vernda þýska menningu fyrir erlendum áhrifum“ sagði Eichwald með framburði sem þótti minnar á nasistaleiðtogann alræmda. Tino Chrupalla, næstráðandi í AfD, segir þýskum fjölmiðlum að Eichwald hafi þegar verið sent brottrekstrarbréf og verði gerður brottrækur úr flokknum. „Við viljum ekki svona fólk í flokknum okkar,“ sagði Chrupalla. Hélt Chrupalla því fram að ræða Eichwald hefði verið léleg háðsádeila og að hann hefði aðeins gengið í AfD fyrir tveimur mánuðum. Sökuðu Eichwald um að vera uppljóstrara leyniþjónustunnar AfD er yst á hægri jaðri þýskra meginstraumsstjórnmála og næststærsti flokkurinn á þingi. Aðrir flokkar hafa neitað að vinna með honum þar vegna sögulegrar útilokunar öfgahægrimanna. Tino Chrupalla, varaleiðtogi AfD í Þýskalandi.Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan ætlaði að skilgreina AfD sem öfgasamtök fyrr á þessu ári en því var frestað eftir að flokkurinn leitaði til dómstóla. Undirdeildir flokksins, þar á meðal eldri ungliðahreyfing hans, hlutu slíka skilgreiningu en hún leyfir leyniþjónustunni að fylgjast sérstaklega með öfgahópum. Einhverjir liðsmanna AfD héldu því fram að Eichwald væri útsendari leyniþjónustunnar og efuðust um að honum hefði verið alvara með ræðu sinni. „Þessi spurning stafar líklega af því að ég trilla errin. Ég er rússneskur Þjóðverji og mér var kennt að tala svona,“ sagði Eichwald á fundinum, að því er kemur fram í frétt Politico.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira