„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 07:39 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, þegar atkvæði voru talin í kjördæmi hennar í gær. vísir/getty Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Fjölmiðlar í Bretlandi tala um „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. Boðað var til kosninganna með stuttum fyrirvara en May vonaðist til að þær myndu styrkja stöðu hennar sem forsætisráðherra og færa henni aukið umboð til að leiða þjóðina í Brexit-viðræðunum sem framundan eru.Slæm frammistaða í kosningabaráttunni komið íhaldsmönnum í koll Í upphafi kosningabaráttunnar leit út fyrir stórsigur May en slæm frammistaða í kosningabaráttunni virðist hafa komið íhaldsmönnum í koll. Nú þegar aðeins á eftir að telja atkvæði í örfáum kjördæmum má telja að staðan sé ljós. Samkvæmt nýjustu tölum Breska ríkisútvarpsins, BBC, er Íhaldsflokkurinn nú með 315 þingsæti en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn er með 261 þingsæti og sækir verulega í sig veðrið, bætir við sig hátt um þrjátíu þingsætum. Skoski þjóðarflokkurinn fær 35 þingmenn, Frjálslyndir demókratar með 12 sæti og Sambandssinnar á Norður-Írlandi með 10 þingmenn. Aðrir minni flokkar fá samkvæmt þessum tölum samtals 12 þingmenn.Hyggst ekki segja af sér Eftir að ljóst var er leið á nóttina að May myndi missa meirihluta sinn á þingi var Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, ekki lengi að því að kalla eftir afsögn hennar. „Hún vildi umboð. Nú, umboðið sem hún fékk er að íhaldsmenn missa sæti á þinginu, þeir missa stuðning, þeir missa traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til þess að hún myndi hætta,“ sagði Corbyn. Heimildarmenn Sky-fréttastofunnar segja þó að May sé ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætli hún sér að mynda ríkisstjórn. Líklegt má telja að það verði einhvers konar minnihlutastjórn en þeirrar stjórnar bíður það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira