Grunuð um manndráp Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:49 Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp. Vísir/Eyþór Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Við höfum ekkert verið að fara yfir það sem hefur komið fram í framburðunum enn sem komið er,“ segir Grímur aðspurður hvort að játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki vitað hvort að allir sakborningarnir sex beri jafn mikla ábyrgð í málinu. „Rannsóknin snýst einmitt um það, að reyna að átta sig á aðild hvers og eins,“ segir Grímur en fimm karl og ein kona voru handtekin í gærkvöldi. Fimm þeirra voru í dag úrskurðuð í 15 daga gæsluvarðhald en einn einstaklingur var úrskurðaður í átta daga varðhald. Öllum verður þeim haldið í einangrun. Þá segir Grímur að krufning hafi farið fram á manninum sem lést en að dánarorsök liggi ekki endanlega fyrir. Maðurinn var á heimili sínu með konu og nýfæddu barni þegar gestina bar að garði sem réðust á manninn með járnkylfum, tóku hann hálstaki, settu hendur hans fyrir aftan bak og létu höggin dynja á manninum. Urðu nokkur vitni að árásinni og er því lýst að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu í dag að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og að hún sé í algjörum forgangi. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 11:50 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. „Við höfum ekkert verið að fara yfir það sem hefur komið fram í framburðunum enn sem komið er,“ segir Grímur aðspurður hvort að játning liggi fyrir í málinu. Þá er ekki vitað hvort að allir sakborningarnir sex beri jafn mikla ábyrgð í málinu. „Rannsóknin snýst einmitt um það, að reyna að átta sig á aðild hvers og eins,“ segir Grímur en fimm karl og ein kona voru handtekin í gærkvöldi. Fimm þeirra voru í dag úrskurðuð í 15 daga gæsluvarðhald en einn einstaklingur var úrskurðaður í átta daga varðhald. Öllum verður þeim haldið í einangrun. Þá segir Grímur að krufning hafi farið fram á manninum sem lést en að dánarorsök liggi ekki endanlega fyrir. Maðurinn var á heimili sínu með konu og nýfæddu barni þegar gestina bar að garði sem réðust á manninn með járnkylfum, tóku hann hálstaki, settu hendur hans fyrir aftan bak og létu höggin dynja á manninum. Urðu nokkur vitni að árásinni og er því lýst að amerískum pallbíl, sem lögregla fjarlægði af vettvangi síðar um kvöldið, hafi verið ekið yfir fætur mannsins. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Fram kom í tilkynningu lögreglu í dag að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og að hún sé í algjörum forgangi.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 11:50 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11
Manndráp í Mosfellsdal: Upp undir tíu vitni verið yfirheyrð Upp undir tíu vitni hafa verið yfirheyrð vegna manndrápsins í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 11:50
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07