Innlent

Manndráp í Mosfellsdal: Farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm körlum og einni konu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn hinna handteknu leiddur fyrir dómara í dag.
Einn hinna handteknu leiddur fyrir dómara í dag. vísir/eyþór
Fimm karlmenn og ein kona verða leidd fyrir dómara í dag vegna gruns um aðild að hrottalegri líkamsárás í Mosfellsdal í gærkvöldi sem leiddi til dauða manns á fertugsaldri. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er farið fram á varðhald á grundvelli rannsóknarahagsmuna.

Maðurinn var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að ráðist var á hann við Æsustaði í Mosfellsdal um kvöldmatarleytið í gær.

Fram kemur í tilkynningu lögreglu að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil og að hún sé í algjörum forgangi.

Tilkynning lögreglunnar í heild sinni:



Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag leggja fram kröfu um gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir fimm körlum og einni konu, sem grunuð eru um aðild að aðför að manni sem leiddi til dauða hans.


Fólkið var handtekið í gærkvöld eftir að tilkynning barst lögreglu um alvarlega líkamsárás í Mosfellsdal. Sá sem fyrir árásinni varð, karlmaður um fertugt, var fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann var úrskurðaður látinn. Rannsóknin málsins, sem er mjög umfangsmikil, er í algjörum forgangi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Hér er verið að leiða einn þeirra sem grunaðir eru í málinu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur.vísir/egill

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×