Áfrýjun til Hæstaréttar ástæða þess að bræðurnir ganga lausir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 14:41 Bræðurnir í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál þeirra var tekið fyrir þar. vísir/anton Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að manndrápi í Mosfellsdal í gærkvöldi hlutu í febrúar dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum. Þeir ganga hins vegar lausir þar sem ríkissaksóknari áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem ekki hefur kveðið upp endanlegan dóm í málinu. „Það er þannig að ef þú ert ákærður og færð dóm í héraði þá annað hvort unir þú dómi og ákæruvaldið unir dómi og þá er næsta skref afplánun. Í hinn stað þá geta náttúrulega bæði þeir sem eru dæmdir og ákæruvaldið skotið dómnum til Hæstaréttar í áfrýjun og þá er beðið með afplánun refsingar þar til endanleg niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þannig að réttaráhrif dómsins koma ekki fram,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.Sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps sem var grundvöllur varðhalds Annar bræðranna, Marcin, var í gæsluvarðhaldi frá 6. ágúst 2016 og þar til dómur féll þann 28. febrúar síðastliðinn. Hinn bróðirinn, Rafal, sat í gæsluvarðhaldi frá 8. ágúst 2016 til 30. nóvember 2016. Aðspurður hvort að alvarleiki brota skipti ekki máli í þessu samhengi, það er varðandi það hvort fólk hefji ekki afplánun fyrr en dómur Hæstaréttar gengur sé mál undir áfrýjun segir Ólafur: „Það er í einstaka tilvikum hægt að vista fólk í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna í allra alvarlegustu málunum þar til dómur gengur annað hvort í héraði eða Hæstarétti. Það var gert með annan af þessum aðilum fram að uppkvaðningu dóms í héraði vegna þess að hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var svo sýknaður af því broti í dómi héraðsdóms sem var grundvöllurinn fyrir gæsluvarðhaldinu. Þar með voru forsendurnar brostnar fyrir því að hafa hann áfram í gæslu.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54 Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski hlutu rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsisdóma í febrúar fyrir skotárás. 8. júní 2017 09:54
Árásin við Æsustaði sögð hrottaleg Hinn látni var á heimili sínu með unnustu og nýfæddu barni þegar fólk bar að garði. 8. júní 2017 09:11